. - Hausmynd

.

Aðgerð yfirstaðin

Þegar bangsar koma úr hýði sínu eru þeir svangir....MJÖG svangir. Það er engin undanskilin regla á mínum bangsimon sem heitir Hólmfríður Sunna. Þegar hún vaknar á morgnana er hún SVÖNG og engum griðum gefinn. Þess vegna var ég ansi ósanngjörn í morgun að leyfa henni ekki að borða sinn morgunmat heldur bara að gefa gestunum okkar eitthvað að borða.

Til að hlífa henni frá því að horfa á okkur borða, þá skellti ég henni bara í bað í morgun á meðan við hin skelltum í okkur hinum ýmsum kræsingum til þess að starta deginum.

Við vorum svo komnar á barnadeildina kl 11:30 í morgun og þar var okkur bara strax fylgt að rúminu hennar og okkur sýnd deildin og okkur svo boðið að skreppa á leikstofuna að sækja okkur DVD myndir að horfa á.

klukkan 12:30 var svo dömunni gefin kæruleysistafla sem hún sturtaði í sig án vandkvæða og stóð ég eftir með opinn munninn, alveg gáttuð á því að barnið kynni að gleypa töflu!!

Ekki virtist taflan vera farin að virka þegar hún var svo kölluð inn á skurðstofu og kjaftaði hún okkur í kaf á meðan ég og hjúkkan keyrðum ranghala ganga fram og til baka, upp með þessari lyftu, niður með lyftunni á horninu og upp með annarri á öðru horni og missti ég alveg sjónar á því hvar í byggingunni ég var og tel ég mig þekkja þessa ganga ansi vel.

Stefán var á leiðinni og ætlaði sér að ná áður en hún færi í svæfingu...ekki endilega barnsins vegna, frekar svona mín vegna. Taldi mig hafa tekið þennan "dóm" út þegar Dísin mín barðist við krabbamein á sínum tíma og langaði ekki að upplifa aftur þessa erfiðu stöðu að sjá barnið svæft og keyrt í burtu og ég veit svo ekki neitt.

Þegar við komum inn á skurðstofuna tók vaskur hópur á móti okkur. Allt mjög geðugt fólk sem heilsaði og manni leið strax vel innan um það. Leit samt reglulega út um gluggann til að athuga með Stefán og sendi honum svo sms um hvar við værum.

Svæfingalæknir kemur inn og ræðir aðeins við okkur og um leið skellir hún svo lyfinu í æðarlegginn og um leið og þau sögðu hvað þau voru að gera bað ég barnið um einn koss áður en hún sofnaði og hélt ég utan um hana, kyssti hana á kinnina og með það var hún sofnuð og vissi ekki meir.

Mér var fylgt fram. Þegar þangað var komið ákvað ég að hringja í Stefán og þegar síminn hringir heyri ég í tónunum. Hann var bara á horninu....týndur í ranghala spítalabyggingarinnar.

Við förum og fáum okkur að borða og við vorum rétt búin að því þegar síminn minn hringir. Þetta var á vöknun, þeir búnir. Ég leit á klukkuna og sá að þeir hafa ekki verið nema 20 mínútur frá því ég fer fram á gang þar til vöknun hringir.

Í hendingskasti förum við upp á vöknun og þar liggur prinsessan með súrefni og mjög friðsæl. Læknirinn kemur til okkar og segir við okkur að þetta hafi verið mun sakleysislegra en gert var ráð fyrir í fyrstu og í þetta skiptið var engin hætta. Þetta var nefnilega röng sjúkdómsgreining!!!! W00t Mér fannst þetta ekkert fyndið en rétta sjúkdómsgreiningin var mun hættu minni en þessi sem hún fékk í fyrstu. Þetta var "bara" einföld veirusýking sem börn bera og kallast þetta Frauðvörtur. Þeir skáru þessa stóru af því hún var með sýkingu í sér sem hún virtist ekki vinna sjálf á og skáru fleiri í burtu sem þeir sáu. Ég hafði ekki tekið eftir öðrum vörtum hjá henni svo ég kom af fjöllum. Við áttum svo að koma á göngudeildina eftir þörfum og ef hún nær ekki að losa sig við sýkilinn sjálf, ætla þeir að sjá hvað þeir geta gert.

 Við sitjum hjá henni í rúma klukkustund og þá ákvað ég að fara að strjúka henni, hún vaknar með það sama, hálf vönkuð sest hún upp í rúminu og hefur ekki hugmynd um hvar hún er. Við ræðum við hana í dágóða stund. Hjúkkan af barnadeildinni kom svo og sótti okkur og fór á barnadeildina. Þar sátum við saman, hún með fartölvuna í rúminu, horfandi á diskana sem hún hafði fengið lánaða og við í þessum grjóthörðu og ömurlegum sófum sem eiga að heita Svefnsófar fyrir foreldra. Mikið var ég fegin að heyra að við gætum farið heim um kvöldið...ekki að sofa á þessum vonda svefnbekk. Mikið vorkenni ég fólkinu sem þarf að gista á þessum bekkjum dögum og jafnvel vikum saman.

Sunna kemur hægt og rólega til sjálfrar síns og hún fær svo svala og ristabrauð til að laga sárasta hungrið. Rétt fyrir sex var okkur svo sagt að við mættum fara heim ef hún nær að pissa. Stefán fer með hana á klósettið og þar náði daman að pissa svo spenningurinn var svo mikill að komast heim aftur að henni var bara vippað í fötin með því sama en þá fór ógleðin að taka völdin hjá dömunni. Sick Við ákváðum að leyfa henni að sitja smá stund og jafna sig.

Stefán hélt á henni svo út og setti hana í bílinn. Ég var á Yaris en hann var á vinnubílnum svo við urðum að skipta liði. Ég ákvað að þjóta heim með hana og hann að fara í búðina því hún hafði pantað kvöldmat (því bangsi var svangur) og vildi endilega að það yrði íslenskt svínakjöt með íslenskum kartöflum. Því varð Stefán að fara í búðina til að uppfylla óskir barnsins.

Á leiðinni heim sá ég að barnið var kannski ekki alveg hún sjálf. Ég marg spurði hana hvort ekki væri allt í lagi en hún játti því. Svo kom hjá henni í Garðabænum að nú yrðum við bara að stoppa á rauðu ljósi.....henni væri svo illt í maganum. Ég opnaði gluggann til að fá ferskt loft inn en rétt áður en við náðum heim kastaði barnið upp. Ég skellti bílnum í kantinn og fór aftur í til hennar þar sem hún hélt áfram að kúgast og kúgast. Bíllinn var geðslegur og með öllu sem því fylgir.

Þegar heim var komið var ekkert annað hægt að gera en að klæða barnið úr hverri spjör og setja í þvottavél. Þvo henni og gefa henni vatnssopa. Hún hresstist töluvert við þetta og var orðin enn svengri en áður og ýlfraði eftir mat.

Núna skoppar barnið um alla íbúð og sá sem sæi hana núna gæti ekki gert sér í hugarlund að ekki fyrir svo mörgum klukkutímum síðan var hún í móki vegna svefnlyfja. Ótrúlegur hæfileiki barnanna að hrista af sér slenið.

 

á vöknun

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég á sæta systur =)

viktoría (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 01:37

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Mikið er gott að heyra að þetta er búiðhugrökk ertu stelpu skott og flott er myndin af þér í rúminu með kanínubestu óskir um góðan bata elsku litla skott og ég bið að heilsa henni Mömmu þinni

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 19.6.2008 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 259622

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

249 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband