. - Hausmynd

.

Síðasti leikskóladagurinn

Ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða. Á morgun er síðasti dagurinn í leikskólanum hjá örverpinu mínu. Mikill spenningur að vera orðin STÓR.

Það var mikill höfuðverkur hvað átti að gera síðasta daginn. Fara með eitthvað handa fóstrunum eða gefa leikskólanum einhvern glaðning eða hvað.

Ég settist niður og lagði höfuðið í bleyti. Með hjálp góðra vina komst ég að niðurstöðu. Gefa eina rós og eitthvað fallegt kort. Ein vinkona mín benti mér á að nýta mér það sem ég lærði fyrr í vor svo ég settist niður og bjó til kort.

Þetta er niðurstaðan á kortinu.

kveðjukort

 Í IKEA skundaði ég svo í hádeginu að ná mér í hugmyndir. Ekki stóð á þeim og á hálftíma náði ég að hanna flotta gjöf sem ekki kostar svo mikið.

Þetta er niðurstaðan.

leikskólaslit 2

Vasinn er "plastpoki" sem fer ekkert fyrir þegar hann er tómur. Maður brýtur hann einfaldlega saman eftir notkun og setur ofan í skúffu og grípur í ef þarf. Góð hugmynd fyrir þá sem ekki þola að safna sitt lítið af hverju og vita ekkert hvar þeir eiga að geyma hlutina.

Rétt upp hönd sem á við það vandamál að stríða

"RÉTTUPPHÖND" Tounge 

Í grófum dráttum er kostnaðurinn þessi:

Plast"poka"vasar 3 saman á 95kr (keypti 2 pk) alls 190kr

ilmkerti í stjaka 3 saman á 495kr (keypti 2 pk) alls 990kr

Mozart súkkulaði kúlur 10 stk í poka 195kr (keypti 3 poka) alls 585kr

rósabúnt 7 stk í búnti á 990kr (keypti 3 búnt) alls 2.970kr

sellófan á 395kr og pakkaband á 85kr, alls 480kr

Platti undir vasann og kertið á 0kr (fékk það úr vinnunni)

í heildina kostaði þetta 5.215kr og deilist á 6 konur sem eru þá 869kr pr fóstru.

Verð að segja að það er vel sloppið miðað við allt sem ég keypti. Þær fá þó blóm, nammi og kerti í kveðjugjöf Smile

Fleiri myndir

leikskólaslit 5
leikskólaslit 4
leikskólaslit 3

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

c_documents_and_settings_gu_munda_jonsdottir_my_documents_my_pictures_hvit_blom_og_islenski_faninn_424canon_gle_ile_510673

Góða helgi.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 20.6.2008 kl. 13:51

2 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Vá, hvað þetta er flott hjá þér!! Það eru nú ekki allir sem myndu nenna að leggja svona vinnu í svona gjafir..... en þú ert nú líka einstaklega gjafmild og hugulsöm

Lilja G. Bolladóttir, 20.6.2008 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

270 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband