. - Hausmynd

.

fönn, fönn, fönn, fönn íslensk fönn.

Ótrúlega voru börnin kát að fá snjóinn! LoL Ekki var ég svona kát GetLost. Stefáni mínum fannst þetta algjört ÆÐI...enda titla ég hann stundum strákinn minn Tounge. semsagt eitt af börnunum mínum.

Viktoría var að keppa um helgina í fimleikum. Fékk gullið á trambolíni og silfrið á dýnu....svona næstum eins gott og ég hefði gert það Tounge.....segi svona. Ég er að sjálfsögðu hrikalega stollt móðir. Aldrei fékk ég þetta tækifæri að stunda svona íþróttir, enda var tíðarandinn annar þá. Mér finnst bara svo frábært hvað hún er dugleg og áhugasöm að þó þetta kosti blóð, svita og tár að greiða þessar íþróttir, þá er það vel þess virði þar sem íþróttir er besta forvörnin.

Nú styttist heldur betur í að ég verði "fimm barna móðir". Pabbi og konan hans eru að fara erlendis og ætla Guðrún litla sys (2 ára) og Logi litli bró (11 ára) að koma og vera hjá okkur þennan tíma. Það er náttúrulega frábært að fá þau en jafnframt erfiðasti tími í heimi að gerast fimm barna móðir á einu bretti. Það er allt á siglingu í skólanum og það eru bókstaflega próf eftir próf og allt á suðu-punkti. Ég veit að maður lifir þetta alveg af og allt það.....en bara gríðarleg keyrsla þar sem ég þarf að vekja ALLA upp fyrir sjö og vera komin út með litluna mína, litlu sys og litla bró kl 7:35. Byrja á að skutla HS í leikskólann og svo að bruna í Mos með hin tvö og koma Loga í skólann og litlu sys í leikskólann og vera svo mætt í skólann kl 8:15. Sækja svo eftir skólann minn krakkana í Mos og fara svo heim og sækja mína í leikskólann kl 16 Woundering. Þetta getur alveg gengið en aðeins EINN galli....hann er sá að ég er að fara í "heimapróf" í stærðfræði 5003 og stendur það frá hádegi á föstudag til hádegis á laugardag Gasp. Þegar ég fór í heimapróf í stærðfræði 4003 þá var ég frá hádegis til miðnættis að leysa prófið og kom þar af leiðandi ekki heim fyrr en um miðnætti. Ég þarf þá að leggja þetta á Stefán minn að hann fari og sæki gemlingana í mos og svo gemlinginn okkar fyrir fjögur á föstudaginn......og eins og umferðin er nú "létt og skemmtileg" á föstudögum er ég ekki að sjá það gerast!! Ég ætla að vera með "backup plan" á föstudag....ekki spurning.

Jæja...þarf víst að læra Frown

Helga súper-mom


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 259625

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

249 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband