. - Hausmynd

.

Mamma mia!

Við vorum ákveðin í því þegar við heyrðum um Mamma mia kvikmyndina að fara og sjá herlegheitin. Við skruppum á söngleikinn í London og okkur fannst það æðislegt svo væntingarnar voru miklar með bíómyndina.

Í London keyptum við diskinn með Mamma mia lögunum sem var hálfpartinn leikið líka og náði sá diskur aldrei að komast fram í stofu úr ferðatöskunum, þessi yngsta var búin að hertaka hann og er farin að kunna öll lögin utan að ásamt því að hafa verið dugleg að spyrja við hvert lag um hvað var sungið og hversvegna.

Á föstudaginn keyptum við hinsvegar miða ásamt vinafólki okkar og skelltum okkur í bíó. Það var samt bara einn galli....þessi yngsta ÆTLAÐI sér að koma með! Ég lofaði henni því að hún fengi að sjá þetta líka en bara ekki klukkan 11 á föstudagskvöldi! (veit...glötuð mamma).

Ég verð nú bara að segja það að ég skemmti mér konunglega á þessari sýningu. Leikararnir voru stórir á tjaldinu og fæstir þeirra þekktir fyrir sönghæfileika en komu þessu ótrúlega vel frá sér. Þegar "James Bond" hóf upp raust sína sprakk ég úr hlátri. Þetta var í bókstaflegri merkingu DREP-FYNDIÐ. Ég beið alltaf eftir því að hann mundaði byssunni sinni en ég get svo svarið fyrir það að hann var vopnlaus með öllu....nema þá þarna með "mið-byssu"...ehe...en fyndið var það. Það er nú ofsögum sagt ef einhver segir hann með sönghæfileika....en hann skilaði  þessu samt listavel frá sér. Ég sé allavega ekki eftir því að hafa farið á þessa mögnuðu skemmtun í bíó.

Sunna litla fór svo norður með vinafólki okkar á sunnudaginn og munum við svo skreppa á fimmtudaginn að sækja prinsessuna.

Hér er grínmynd sem ég smellti af svo í gær Wink

 

fruit3 litil 1

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Já þessi mynd er bara æðislegég og Gunnar minn sáum hana á sunnudagskvöldið og við skemmtum okkur þrælvelAuður Kristín og Melkorka Mist fóru með sínum vínkonum í gærkvöldi á myndina og þær skemmtu sér líka þrælvel en ég ætla aftur og þá með þær yngstu.

Knús á þig frænka

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 15.7.2008 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 259644

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

244 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband