. - Hausmynd

.

Kerlingarbikkjan á löglega hraðanum!

Í skyndi ákvað ég að setja börnin í bílinn og halda sem leið lá norður til Akureyrar í sæluna. Stefán varð eftir í bænum til að vinna svo hann var ekki með í för í þetta skiptið. Nú er ég komin í þriggja vikna "útlegð" frá heimilinu. Fer ekki heim fyrr en 20 ágúst aftur!!! Held heim aftur á fimmtudag/föstudag og næ í kallinn og förum beina leið í bústað sem við erum búin að panta okkur, verðum þar í viku og svo aftur norður.

Ég var ekki viss hvort ég ætti að leggja í að keyra norður því það má enn ekki mjög mikið til þess að öxlin fari á hvolf en ákvað að láta á reyna.

Ég er afskaplega löghlýðin manneskja svo ég ákvað að stilla krúsið á 90km/klst og halda því alla leið. Mér leið samt eins og "kallinum með hattinn" á tímabili því ég hef aldrei séð eins marga bíla taka frammúr á þessum vegarkafla Rey/Ak!!! Þegar rúta tók frammúr mér þá leist mér nú ekki á blikuna. Endurstillti krúsið í 95 en fékk þá augnagotur frá Dísinni fögru sem sat frammí hjá mér. Undecided

Það skipti engu máli þó krúsið hafði verið komið í 95, það eina sem gerðist var að rúturnar tóku ekki lengur frammúr....en allir hinir gerðu það. Jæja...ég varð þá bara að vera þessi bikkja sem ók á löglegum hraða alla leið.

Bíllinn hélt sér allan tímann á réttum hraða og skipti ég mér aldrei af því, hvorki þegar ég fór upp eða niður brekkur. Eitt skiptið varð mér reyndar litið á hraðamælinn þegar ég var að fara niður Holtavörðuheiði en þá hafði krúsið ekki náð að halda almennilega við og var bíllinn kominn í 120!!!!! Mér brá svo svakalega að ég hægði á mér með hjartsláttinn í brókinni og samviskubit dauðans. Rosalega leið mér illa....ekki út af því að ég var hætt komin heldur að hafa farið svona svakalega yfir strikið í hraðanum án þess að hafa tekið eftir því. Ég er á því að keyra eins hratt og leyfilegt er með þeim ramma að ég hafi 100% vald á bílnum, ekki 99%. Í það minnsta var ekki litið aftur af mælinum alla leiðina.

Það var mikið sungið og trallað í bílnum á leiðinni. Í magasíninu voru: Regína Ósk, Enja, Mamma Mia, Óskalög sjómanna, gömul lög í anda ömmu og afa og Garðar Cortes. Óskalög sjómanna var vinsælt, sérstaklega Ship og hoj og fleiri svona grípandi lög og svo þetta gamla góða þar sem Ó María og Á skíðum ég skemmti mér var spilað ótæpilega oft og hátt. Eins fékk Mamma Mia diskurinn að rúlla nokkrum sinnum í gegn þar sem við sungum ótæpilega hátt og mikið með!!!! Með öðrum orðum "TÓNLISTARLEGT UPPELDI Á FERÐ" Kissing Við allavega skemmtum okkur vel í fjóra og hálfan tíma. Grin

Allavega þá náðum við mæðgur heilar og höldnu alla leið norður og erum við í góðu yfirlæti tengdaforeldra minna sem stjana við okkur.

Í dag á svo Dísin mín afmæli og er tengdó búin að baka eina köku og ætla ég að leyfa Dísinni fögru að bjóða vinkonu sinni með í keilu og pizzu og kannski í bíó annað kvöld. Fór og keypti flottan skartgrip handa dömunni í dag og get ekki beðið eftir að gefa henni afmælisgjöfina. Eitthvað verður afmælið hennar á ská og skjön eins og svo mörg önnur ár en það verður bakað eitthvað og haft með í bústaðinn líka.

Í kvöld tókum við Helena myndarúnt. Ekki það að hún hafi áhuga á myndum eða því tengdu, þá fórum við saman að hennar hugmynd svo við skelltum okkur yfir Vaðlaheiðina með nokkrum myndastoppum, þ.e að ég fór út að mynda á meðan hún sat inni og svo Víkurskarðið heim. Það var dásamlega fallegt veður en þokan var að skríða inn svo ég náði ekki nógu góðri mynd yfir Akureyri...en minn tími mun koma. Cool

Set myndir inn við tækifæri. Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

heart_104Knús knús og sólarsambakveðjur.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.7.2008 kl. 06:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

271 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband