. - Hausmynd

.

7,1 á richter í Hafnarfirði!

Ég lét plata mig út í að fara í Fit Pilates sem er í Heilsuakademíunni. Ég vissi ekki í raun á hverju ég átti von en vonaði þó að þessar æfingar geti skilað mér aðeins bættari líðan í stoðkerfinu sem er ekki upp á marga fiska þessa dagana.

Með sjálfsöryggið í lagi skundaði ég inn í Lækjaskóla og tilbúin til að takast á við heilan klukkutíma í styrkjandi rólegum æfingum.

Þetta byrjaði ágætlega allt saman, rólegar og þægilegar æfingar sem ekki reyndu svo svakalega á svo þetta var allt í áttina þegar 10 mínútur voru liðnar af tímanum.

Eitthvað fóru æfingarnar að harðna og erfiðara og erfiðara var að fylgja kennaranum. Það kom svo að magaæfingum og áttum við að gera hinar ýmsu kúnstir og eitthvað voru mínir magavöðvar ekki að fylgja nægilega eftir en ég ákvað að reyna enn harðar en áður og uppskar ég bara þennan svakalega skjálfta í líkamanum við að þrjóskast við að halda mér uppi. Ég get svo svarið fyrir það að þetta hefði örugglega fundist á jarðskjálftamælum ef þeir hefðu verið að fylgjast með!

Ég var orðin örvæntingafull með tímann, fannst hann ekki hnikast úr stað og enn voru 40 mínútur eftir af tímanum. Jafnvægisæfingarnar voru bara skrambi erfiðar og ég tala nú ekki um þessar kúnstir sem maður átti að gera jafnframt því. Eftir að hafa dottið nokkrum sinnum af bolta-skömminni ákvað að ég skyldi ekki gera kúnstirnar því nógu erfitt var að halda jafnvæginu. Kúnstirnar kæmu síðar.

Dagurinn í dag byrjaði svo ágætlega, ekki mikið af harðsperrum...til að byrja með. Skaust með Dísina upp á Barnaspítala í reglulegt krabbameins-tékk, heim með hana og á fund og þegar ég var að fara á fundinn fann ég að harðsperrurnar væru að harðna verulega.

Af fundinum fór ég beint í búðarflæking inn í Reykjavík og þá uppgötvaði ég að vöðvar líkamans eru fleiri en mig óraði!! Ég get svo svarið fyrir það að mér finnst ég vera með harðsperrur í leginu sjálfu!!!!

Ég gef mig samt ekki. Ég ætla að mæta aftur á föstudag í Fit Pilates og ég SKAL koma mér í hæfilegt form. Smile

pilates

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Jahérna kona, ofgerðu þér ekki.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 11.9.2008 kl. 20:19

2 identicon

Go girl.....

Selma (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 11:34

3 identicon

Hehe, við alveg flottastar á boltaskrattanum. Verðum komnar með stálmaga eftir nokkrar vikur :)

Sóley (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 15:03

4 identicon

Fín mynd af þér á boltanum!  

AMS (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

270 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband