. - Hausmynd

.

Það besta í lífinu er ókeypis.

Nú er orðið langt síðan ég bloggaði síðast!

Tíminn hefur algjörlega flogið í burtu með öllu sem því fylgir. Eftir að ég minnkaði vinnuna við mig hef ég ekki haft tíma til neins, ætlaði að ná ÖLLU á mettíma sem auðvitað gengur ekki!!

Annars er maður í Tilfinningarússi eins og öll þjóðin með það sem á undan hefur gengið. Þessi áföll voru ekki það sem var á lista hjá manni yfir "most favorite" frekar en hjá öllum hinum.

Annars fórum við hjónin í bæjarleiðangur síðustu helgi og tókum með okkur Dísina, Sunnu og svo Guðrúnu litu systur mína sem er 4 ára með í leiðangurinn. Við enduðum á að fara í Hagkaup að versla eitthvað smotterí og vildi Sunna ólm sitja í körfunni. Þetta gefur lífinu lit að hennar mati að fá að sitja ofan í körfunni.

Við vorum búin að borga vörurnar og á leið út þegar Sunna fór að reyna að komast sjálf upp úr körfunni. Ég sé þar sem kerran er um það bil að sporðreisast með hana á barminum og til að hún myndi ekki slasa sig greip ég í kerruna og ákvað að reyna að halda henni fastri og frá því að detta ofan á hana en það tók bara ekki betra við, hún missir takið á barminum með annan fótinn yfir og hrapar beint á gólfið með hnakkann á undan og skall með háum dynk á gólfinu. Ég stirðnaði upp og sá fyrir mér að ég þyrfti að hringja á sjúkrabíl strax. Þessar sekúndur sem liðu virtust vera margar mínútur þegar maður fær svona sjokk.

Ekkert heyrðist í barninu og ég henti öllu frá mér á gólfið og beygði mig yfir stelpuna til að halda henni kyrri og koma í veg fyrir að hún reyndi að standa upp sjálf. Vönkuð leit hún á mig með tóm augun og þá fékk ég nett kast. Í þeirri andrá reyndi hún að standa upp en ég hélt við hana en hún fór svo að kjökra og þá leyfði ég henni að standa upp. Ég hélt við hana þegar Stefán lítur á okkur og spyr hvað hafi gerst en það eina sem ég gat sagt var að hvæsa eins og brjálaður köttur yfir þessu.

Sem betur fer kom stelpan fljótt inn aftur og varð hún sjálf. Þetta gerði gjörsamlega útslagið þann daginn og ég var bókstaflega ónýt.

Það fóru ótal hugsanir í gang hjá mér því þegar hún var 7.mánaða datt hún úr Hókus Pókus stól í sumarbústað og þá hætti hún að anda um tíma, ranghvolfdi augum og fór svo að æla. Þetta er atvik sem ég get enn þann dag í dag ekki rifjað upp án þess að tárast yfir þessu. Hjartað mitt hættir að slá á meðan ég fæ þessar sýnir aftur og aftur.

Þegar börnin manns eru annars vegar verður maður ósjálfrátt taugaveiklaðri yfir svona skakkaföllum. Það er ekki sjálfgefið að maður nái að koma þeim til manns og þau lifi lengur en maður sjálfur. Við erum með þessi börn okkar bara í láni, okkur var treyst fyrir þessu lífi og verðum við að spila eins vel úr því og hægt er.

Mestu áhyggjurnar hef ég haft af Dísinni minni. Í hvert sinn sem hún verður lasin, þyrlast upp minningarnar þegar hún lá á spítalanum milli heims og helju í marga mánuði.

Sunnu minni hef ég haft áhyggjur af frá því hún fékk fyrsta höfuðhöggið því við vorum óskaplega heppin að ekki fór ver. Hún er óskaplegur hrakfallabálkur og er alltaf að detta og meiða sig og ég óttast það á hverjum degi að hún eigi eftir að fara sér að voða.

Rósin mín þessi sem er ný orðin 17. ára hef ég ekki haft miklar áhyggjur af en þegar hún fór að finna fyrir fyrstu alvarlegu höfuðkvölunum þá fór ég að verða áhyggjufull en þegar upp komst hvað þetta er varð ég rólegri og veit nákvæmlega hvað þarf að gera þegar höfuðverkirnir koma. Nú er hún búin að fá bílpróf og bíl og nú snúast mínar áhyggjur um það hvort hún fari sér að voða í umferðinni. Það er ekki beinlínis sjálfgefið að maður komi heill úr henni....been there, done that!

Vinafólk okkar lendir í því að einkasonur þeirra slasaðist mjög alvarlega í bílslysi fyrir tæpum 3 vikum síðan. Þetta er einkabarn þeirra hjóna og óhætt er að segja að okkur leið mjög illa á meðan hann var á gjörgæslunni. Sem betur fer fór hann á betri veginn en illa slasaður og ekki vitað hvernig hann kemur út úr þessu.

Auðvitað getur maður endalaust haft áhyggjur af öllu og í dag reynir maður bara að faðma börnin sín og þakkar fyrir það á hverjum degi að eiga þau. Fortíðin er liðin en vissulega banka fortíðardraugarnir uppá reglulega.

Föðmum hvert annað og látum fjölskyldu og vini vita að okkur þykir vænt um þau. Eins og segir í auglýsingunni; "það besta í lífinu er ókeypis" Smile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo sönn orð. Lífið er of stutt fyrir áhyggjur, um að gera að njóta lífsins.

Gefðu Sunnu stóran koss frá okkur (og einn lítinn handa ykkur hinum :-)

Selma (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 17:27

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

knús á þig og eitt ljúft fallegt bros

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 14.10.2008 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

271 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband