. - Hausmynd

.

Blessuð börnin

Undan farnar nætur hefur litla dýrið skriðið upp í rúm til okkar eftir miðnætti. Hún veit það mæta vel að ekki þýðir að fara mömmu megin því hún sendir stelpuna jafn óðum aftur inn í sitt rúm, vill semsagt fá að vera í friði svo hún grípur á það ráð að blikka pabba sinn sem einfaldlega færir sig nær miðju og leyfir henni að sofa sín megin í rúminu. Þetta gerir hann til þess að prinsessan (sko þessi stóra) fái pottþétt sinn bjútíblund því þessi litla er ansi pláss-frek.

Í morgun vakti ég litlu dömuna og fór að impra á þessum ósið að hertaka alltaf okkar rúm allar nætur, hún ætti jú sitt rúm og sitt herbergi sem er ekkert lítið og nóg pláss. Þessi litla var ekki lengi að svar fyrir sig.

mamman: Hvað segir þú Sunna mín, áttu ekki þitt herbergi?

Sunna: Jú

Mamman: en hvað með rúmið þitt, afhverju ertu ekki þar?

Sunna: Æji mamma, þetta er bara gestarúm

Mamman: (orðlaus)....já en...já en...það er svo mikið drasl í herberginu að það er ekki hægt að hafa þetta fyrir gestaherbergi!

Sunna: (dæsir og lítur á mig) jæja, ég get svosem reynt að taka til þar eftir skóla í dag.

Þegar við mæðgur kláruðum að taka almennilega til í herberginu spurði ég hana hvort þetta væri ennþá gesta herbergi en sú stutta var ekki alveg til í það víst það var orðið svona fínt þarna inni. Nú er spurning hvort hún tollir eitthvað frekar í rúminu sínu í nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

245 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband