. - Hausmynd

.

Unglingurinn alvarlega veikur!

Elsta prinsessan mín er alvarlega veik. Hún er reyndar búin að vera veik í töluverðan tíma en fyrst veiktist hún þegar hún var 13 ára.

Ég var alltaf að vonast til að þessi slæma veirusýking myndi fara sjálfkrafa án læknisaðstoðar svo ég gerði ekkert í þessu. Sýking þessi hefur stig magnast en kom þó hlé á hana í smá tíma þegar hún var 15 ára en það hlé stóð stutt.

Stundum hefur ástandið verið svo slæmt að ég hef verið á ystu nöf við að hringja á sjúkrabíl. Gef henni reglulega verkjalyf til að minnka verkina sem þessi sýking veldur en það stoppar yfirleitt stutt. Verst er þessi veira þó snemma á morgnana og svo seint á kvöldin. Þá er eins og barnið verði andsetið og breytist í varúlf.

Ég hef haft miklar áhyggjur af því að þessi veira smiti útfrá sér en hefur ekki gert það hingað til. Ekki get ég sagt það að ég óttist ekki smit í systurnar sem eru yngri og þá sér í lagi þessa sem er 14 ára. Hún má engan veginn við því að veikjast svona heiftarlega af þessari sýkingu. Held ég leggist á bæn um að hún sleppi.

Ekki er gott að vita hvort þessi yngsta fái þessa veirusýkingu en miðað við genin þá gæti það stefnt í það.

Nú er daman mín elsta orðin 17 ára gömul og þessi sýking virðist ekki ætla að hverfa. Ég er komin á ystu nöf yfir þessu og hef hug á að fara með hana til læknis. Eitthvað verður að gera. Fjölskyldan afber þetta ekki lengur því barnið er svo verkjað af þessari sótt að ekki er hægt að umgangast hana.

Ég ákvað að leita lausnar og hringdi í lækninn til að fá ráleggingar. Hann hlustaði vel og vandlega á sjúkdómslýsinguna og svaraði svo:

"Helga, mín kæra. Þessi sýkill heitir UNGLINGAVEIKI og er hann því miður ólæknanlegur. Það eina sem hægt er að gera er að bíða eftir að þetta líði hjá en það gæti tekið ár í viðbót. Hinsvegar get ég huggað þig á því að þetta smitast ekki á milli barna" Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

ÆÆÆÆ þetta er nú slæmt

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 16.12.2008 kl. 18:30

2 identicon

unglingakvef er sérstaklega skæður sjúkdómur, frumburður minn er afar hrædd um að smitast þegar hún verður unglingur

sóley (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

248 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband