. - Hausmynd

.

Húsdýragarðurinn á Álftanesinu

Það er nú talað um það að það sé mjög þroskandi og hollt fyrir börnin að sjá um dýr að einhverju tagi.

Ég tók því bókstaflega og ákvað að fá mér dýr sjálf! Kissing

Börnin eiga jú vissulega dýr líka svo það bættist bara aðeins í hópinn. Hvað er einn í viðbót á milli vina?

Dísin mín átti naggrís sem hún vildi helst ekki leyfa neinum öðrum að handfjatla eða koma of nálægt. Sunna fékk þá bara grís líka og hún misskildi eitthvað merkinguna með dýr og að eiga það því hún notar hann sem dúkku, klæðir dýrið í kjóla og treður húfu á hann sem er allt í lagi á meðan hann er sáttur við þetta...eða orðum það öðruvísi...hann fær engu ráðið og bara betra fyrir hann að leika með. Síðan er Mikka (naggrís Sunnu) troðið í dúkkuvagn og honum skipað að liggja kyrr og því næst er farið út að labba.

Aumingja dýrið er svo húsbóndahollt að hann kvartar ekki einu sinni þó svo hann sé lagður á bakið svo allar lappir standa þráðbeint út í loftið og svo breitt yfir hann sæng og ef hann hefði ekki svona stórar tennur þá væri snuðið troðið upp í hann líka....en hann klippti síðasta snuð í sundur svo það var ekki reynt að troða fleirum.

Snoopy (grísinn hennar Söndru Dísar) var orðinn svo fælinn við fólk því hún vildi aldrei taka hann upp orðið svo við sömdum um að hann færi á betra heimili þar sem um hann yrði hugsað. Hann fór 4 klukkutímum eftir þetta samtal á heimili þar sem tveir grislingar ætla að þjálfa hann upp í dúkkufötin :)

Eftir að Snoopy fór langaði mig óskaplega mikið að fá mér kanínu. Ég viðraði það við húsbóndann sem hristi hausinn og neitaði að taka þátt í þessari húsdýragarðsvitleysu.

Ég ákvað að leita að kanínu og komu tvær tegundir til greina. Lionhead og MiniLoop.

Ég fann óskaplega fallega Lionhead kanínu og ákvað að skella mér á hana. Reddaði mér búri og fór svo og sótti grislinginn og til þess fékk ég börnin mín og eiginmann LoL Kanínan sem fékk nafnið Kara er mjög sjálfstæð og ótrúlega skapstór! hefði bara ekki trúað því að kanínur væru svona óskaplega sjálfstæðar.

Viktoría varð að vera með og fékk hún sér Dverghamstur og svo eru fiskar og sniglar á heimilinu líka.

Öðru hvoru kemur litli prinsinn minn líka í heimsókn sem er svartur tjúi. Hann hefur svo mikið dálæti á mér að hann má ekki sjá af mér einu sinni á klósettið. Mér finnst voða gott að knúsa hann öðru hvoru líka Joyful

Semsagt á þessu heimili eru:

Kanína  -  Kara

Naggrís - Mikki

Hamstur -  Mía

Fiskar - Gulli, Fíóna, Hr. Varir, Doppa, Depill, Húfa, Ólöf, Viktoría, Hr. Varalitur og Öldungur

í búrinu eru einnig ryksugur: Nilfisk, Hoover, Siemens, Kirby, Miele, Rainbow og Rósi

Sniglarnir eru 10 talsins í öðru búri í eldhúsinu en þeir fá ekki nöfn þar sem ég þekki þá ekki í sundur!!

Hér má svo sjá nokkur dýranna. Grin

Gulli

Mikki

Kara

Fóstursonur minn Batman


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og kram....æðislegar myndir og falleg eru dýrin.....

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 5.10.2009 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

271 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband