. - Hausmynd

.

Martröð ljósmyndarans

Ég ákvað að leigja mér stúdíó í Reykjavík til að sinna ljósmyndaþörfinni minni.

Ég fékk ábendingu hjá gömlum vin um gott stúdíó og læt ég til skara skríða og hef samband við manninn sem var mjög jákvæður.

Ég dæli inn tímum fyrir jólamyndatökur og gengur allt ótrúlega vel.

Svo var það í gær að ég átti að mynda eina litla 9 mánaða skvísu. Þegar börnin eru svona lítil hafa þau ekki beinlínis þolinmæði til að bíða svo ég ákvað að gera allt klárt á met tíma og testa öll ljós, draga bakgrunna niður og finna "propps" til að geta látið eins og trúður við barnið.

5 mínútur voru í fjölskylduna og var ég orðin stressuð um að læra á nýja sendinn sem var verið að kaupa. Hafðist samt svo nú var ekkert annað að gera en að prufa lýsinguna. Greip myndavélina. Stillti hana eins og lög gera ráð fyrir í stúdíói, skellti inn dóti til að geta skotið prufuskotið enda ekki nema 1-2 mínútur í liðið og smellti af.

Næst tók við röð blóta sem ég hef aldrei heyrt áður en þó var mest notað eitt útlenskt orð!

Það sem stóð á skjánum á vélinni þegar ég skaut af var "ekkert minniskort í vélinni"

Held að þetta sé mesta martröðin sem hægt er að upplifa. Að GLEYMA minniskortinu er náttúrulega ÓFYRIRGEFANLEGT þegar maður á að heita LJÓSMYNDARI.

Ég lagði vélina frá mér, hlammaði mér í sófann sem er í stúdíóinu og óskaði þess að ég væri á Bahamas eða einhverstaðar allt annarsstaðar.

Reis upp aftur og ákvað að gera eina loka tilraun til að athuga hvort ég hefði nokkuð laumast til að setja auka minniskortið í töskuna.

Ekki leið á löngu þar til ég fann eitt minniskort sem ég gat notað.....SEM BETUR FER og um leið hringdi síminn og þau að láta vita að þau væru fyrir utan.

Þetta reddaðist sem betur fer og myndartakan gekk súper vel. Litla daman var kát og ný byrjuð að skríða með tilheyrandi skemmtun við að ná myndum af henni.

Árangurinn má sjá að hluta hér.

Fanney Lísa

Fanney Lísa

Fanney Lísa

Fanney Lísa

Fanney Lísa

Fanney Lísa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helena Mjöll Jóhannsdóttir

Helga mín, þetta eru glæsilegar myndir. Þú verður örugglega orðin enn færari 2012 þegar Dísin mín/okkar Hansa fermist. Gangi þér vel og takk fyrir síðast mín kæra. Knús í hús

Helena Mjöll Jóhannsdóttir, 20.12.2009 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

270 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband