. - Hausmynd

.

Jólaandi landans =/

Ég verð seint kölluð jólastelpa. Þannig er það nú bara stundum ef maður á ekki góðar minningar frá jólum þá verður maður hvekktur og vill helst ekkert fá jólin.

Börnin mín elska jólin. Ég segi nú bara sem betur fer því enn sem komið er eiga þær góðar minningar frá sínum jólum. Aldrei liðið skort, átt flest það sem hugurinn girnist og samfélagið gerir ráð fyrir að börnin eigi.

Ég er sátt við þetta og mér líður betur í hjartanu vitandi það að börnunum mínum hlakki til jólanna.

Í dag fór ég í pósthúsið í Garðabæ. Litla skottan var með mér og ætluðum við bara að fara með nokkur jólakort í póst.

Það eru nú ekki svo ýkja mörg stæðin við þessa verslunarmiðstöð svo maður var með hugann við það hvar hugsanlegt stæði var til að leggja bílnum.

Ég fer þetta litla afkáralega hringtorg og sé þar sem kona var að setjast inn í bílinn sinn til að bakka út. Ég klára hringtorgið, bíll var fyrir aftan mig og var greinilega líka að skimast eftir stæði. Ég gef stefnuljós til að sýna það að ég sé stopp því ég sé að fara í stæðið, svona eins og lög gera ráð fyrir.

Konan var byrjuð að bakka og ég beið þolinmóð sem og einstaklingurinn fyrir aftan mig.

Síðan sé ég þar sem kona á litlum jepplingi kemur aðvífandi að hringtorginu, hundsar allt sem heita lög og reglur, fer öfugt í hringtorgið og vippar sér í stæðið nánast án þess að hin konan hafi lokið sér af.

Þetta fannst mér frekar mikill dónaskapur og flugu nokkur vel valin blótsyrði upphátt í bílnum.

Reiðin var svo svakaleg að ég áttaði mig ekki fyrr en litla skottið mitt bendir mér á að fara með "bænirnar" á kvöldin Woundering

Jólapúkinn ég fór ekki í betra skap yfir jólunum þarna. Hinsvegar sé ég þar sem annar bíll var að bakka úr stæði (meira að segja örlítið nær) svo ég gaf stefnumerki í það stæði. Enginn reyndi aftur slíkan dónaskap svo skapið skánaði aðeins enda ekki annað hægt þegar maður heyrir í unganum sínum syngja jólalög afturí í nýju fínu kápunni sem ég prjónaði og hannaði á hana nú á dögunum. Smile

Sunnuskott


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 259622

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

249 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband