. - Hausmynd

.

Flensubælið á Álftanesi

Eitthvað virðist flensan ætla að stinga sér niður á þessu heimili. Í tæplega hálft ár hef ég verið með stíflaðar ennis- og kinnholur og farið á 3 sýklalyfjakúra en án árangurs.

Undanfarnar 2-3 vikur hefur svo hósti bæst í safnið hjá mér með tilheyrandi "ánægju". Nú hefur hóstinn smá ágerst svo þegar ég byrja á mínum "vinsælu" hóstaköstum, þá linnir þeim ekki fyrr en ég æli upp þó nokkru magni af slími! Ég er samt með sterapúst sem virðist ekki hafa neitt að segja.

Nú er hóstinn orðinn svo slæmur að mig bæði verkjar niður í lungu og slímið sem ég æli upp er mjög mikið í senn.

Nú er litla skottið mitt að bætast í hópinn og er mér alveg hætt að lítast á blikuna. Vona samt að hún verði ekki eins slæm og ég.

Annars frétti ég það hjá Dísinni minni að 10 kennarar hefðu verið veikir sama daginn í skólanum....semsagt tóm hamingja!

Að ná á heimilislækni er erfiðara en að ná á forsetanum sjálfum. Biðin til læknisins er vika eða meira. Ætli ég verði ekki bara að planta mér fyrir utan dyrnar hjá honum og bíð eftir að hann þurfi að fara í mat/kaffi og stökkva svo á hann í von um uppáskrift fyrir meira af sýklalyfjum...svona áður en ég enda með 40°c hita og óráð Pinch


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og ljúfar kveðjur :O)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.2.2010 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband