. - Hausmynd

.

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

sumar stéttir græða meira en aðrar

ég fór með mið stelpuna mína til tannréttingarsérfræðings sem er svosem ekki frásögu færnandi nema að við fyrstu sýn virtist allt vera í "orden". Engin sérstök þörft til aðgerða nema bara upp á útlitið. Henni leist vel á tennurnar og var ánægð hvað bit og tennur væru rétt. Hún sagðist vilja fá eina mynd til að útiloka alla galla. Við biðum spennt þar sem henni leist svona rosalega vel á allt saman. Svo kom höggið, þetta var meira svona rothögg ef eitthvað var. Myndirnar sýndu að ekki var allt með feldu og sennilega þarfnast barnið frekari aðgerða og jafnvel skurðaðgerðar á góm til að reyna að laga það sem var svona "skrítið". Við ræddum um framhaldið og kostnaðinn Frown. Hún vildi meina að ef allt er talið þá myndi kostnaðurinn sennilega aldrei fara undir 600.000 W00t. Þessi upphæð deilist á ca 18 mánuði þar sem hún taldi þessa meðferð hana taka. Ef ég reikna þetta í þessa mánuði er þetta ekki undir 33.000 Á MÁNUÐI W00tW00tW00tW00t.

hitt er svo annað mál að maður fer ekki einu sinni í mánuði til sérfræðingsins heldur eru tímarnir á 6-8 vikna fresti....svo í raun tvöfaldast þessi upphæð í hvert sinn sem maður fer til sérfræðingsins.

Mig svimaði og sundlaði og missti minnið og vissi ekki hvort ég var að koma eða fara. Sá fyrir mér námið á "hold" eða bara sleppa því Frown. Ég spurði hvort tryggingastofnun tæki engan þátt í þessu og þá sagði hún að þeir taka þátt þegar maður er kominn YFIR 300.000 en þá fái maður 150.000 endurgreitt....ok....ok.....ok....róum okkur aðeins.... 600.000-150.000=450.000 sem gerir ca 25.000 á mánuði.....veistu...ég varð bara ekkert rólegri yfir þessu. Hvernig á þessi "meðal jón" að hafa efni á svona löguðu þegar þessi "meðal jón" á ekkert sérlega mikinn afgang hver mánaðarmót?? Undecided En eitt gleymist í þessu öllu saman.....ég þarf að PUNGA ÚT þessum pening ÁÐUR en Tryggingastofnun kemur þarna að Woundering.

Hún sagði að ef ég vildi, gæti hún reynt að sækja málið til TR á þeim forsendum að...jarí jarí jarí (man ekki einusinni hvað hún sagði þar sem hugurinn var á flugi um hvaða banka ég skyldi reyna að ræna til að hafa efni á þessu) en hún sagði að það væri mjög erfitt að eiga við TR og það eru svo sára fáir sem fá þetta í gegn.

Ég er að spá í að opna söfnunarreikning GetLost

damn....ég er á rangri hillu....ég ætla í svona geira til að eignast peninga....það er að segja ef ég einhverntíman kemst í skóla aftur Pouty

kveðja Helga, sem er enn með í maganum yfir þessu öllu saman og í hund-pirruðu skapi líka í þokkabót!


brotin nögl og löskuð sál

Það er að sjálfsögðu ekki hægt annað en að laumast til að horfa á þennan blessaða handbolta. Sérstaklega þegar maður hefur 40" wide screen fyrir framan sig og gersamlega lifir sig inn í þessa ávanabindandi íþrótt.

Mér tókst hið ótrúlega að naga neglurnar á meðan ég horfði og öðru hvoru stökk ég upp úr mjúkum kósý leðursætinu, lagðist á gólfið af stressi. Uppgötvaði það þegar leikurinn var búinn og ég að ná hjartslættinum niður að nöglin á þumalfingri var BÚIN W00t Það eru 20 ár síðan ég nagaði síðast neglurnar. Eins gott að þetta verði ekki eins vanabindandi og handboltinn Woundering

Over and out....ekki í standi til að tjá mig frekar. Sick


dýrt

ég get vel skilið að maðurinn hafi reiðst yfir verðinu á leigubílnum.....en hann átti nú að vita það fyrirfram að það er ekkert ódýrt að taka leigubíl GetLost


mbl.is Reiddist er greiða átti fyrir leigubíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

alltaf í boltanum!

þetta er eitt af því sem ég get ekki horft á. Ekki það að ég fíli ekki handbolta, heldur vegna spennunnar sem myndast. Ég get orðið alveg trítil óð þegar mikil spenna er eða landsliðið um það bil að tapa. Best er að forða öllum frá því og vera ekkert að horfa. W00t
mbl.is Mikil eftirvænting hjá handboltalandsliðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ég legg til....

.....að stjórnendur blogg-sins setji upp einhvern ritvillupúka sem maður getur látið fara yfir áður en maður ýtir á "vista færslu". Það er skelfilegt að lesa sum bloggin sem eru með ekkert nema stafsetingavillur Gasp. Auðvitað getur læðst inn ein og ein innsláttarvilla en sumt er ekki hægt að fyrirgefa.

Þetta er ekki mikið mál að setja inn svona púka. Barnalandið er með svona púka (þó svo að fæstar/fæstir þar noti hann...því miður) en ef hann er til staðar er ekki hægt að fela sig á bakvið villurnar Wink

Ég geri líka alveg ráð fyrir lesblindu fólki og allt það (ég er sjálf lesblind) svo þeir ættu að hrópa húrra yfir svona "smáatriði" Shocking


gamall, eldri, elstur!

ég fór að velta því fyrir mér að ef einhver er elstur allra í heimi....og deyr..... þá hlýtur sá næst elsti að taka við og vera elstur allra.....

eða hvað Errm

þessi frétt hljómar eins og enginn sé arftakinn í þessum efnum Tounge


mbl.is Elsta manneskja í heimi látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

þegar andlát ber að garði......

....er ekkert annað en að taka líkið upp og sturta því niður í salernið......ef það kemst ekki þar...þá bara í ruslið og út með það á stundinni og vonast til að ruslakallarnir komi fljótlega....allavega áður en búkurinn fer að rotna og flugur og önnur skordýr byrja á veislufæðinu! W00t

hvor.....

ég rakst á mynd á netinu. Þetta er nánast eins mynd og ég tók í síðustu viku. Nú langar mig að vita hvor ykkur finnst flottari. Þeir sem spá mikið í myndum gætu séð muninn en þeir sem ekki hafa neinn sérstakan áhuga á ljósmyndum eru ekki líklegir til að sjá muninn eða þekkja "þriðjungs regluna". Má samt alltaf reyna.

mynd 1

 http://travel.webshots.com/photo/2761359340089300676EHqxWt

mynd 2

http://www.hlinnet.blog.is/users/be/hlinnet/img/varadero_009.jpg


Næsta síða »

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

241 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband