. - Hausmynd

.

....og þú veist ekki númerið =o)

Við fengum Ólöfu Helgu til að vera heima með krakkana á meðan við vorum úti. Hún stóð sig með prýði og hélt uppi sömu lögum og reglum á heimilinu og við. Við spurðum svo Ólöfu hvernig hefði gengið og hún lýsti þessu heimili sem rússíbana. Það er bara nokkuð vel orðað hjá henni, enda langt frá því að vera auðvelt heimili Crying.

Við sátum svo við kvöldverðarborðið í gærkveldi og fórum að spyrja krakkana hvernig hefði verið og hvort þau hefðu ekki verið þæg en við vorum að sjálfsögðu búin að fiska það hjá Ólöfu Helgu hvernig þetta var allt saman. Við fengum þær fregnir að Sunna hefði verið ansi erfið á köflum að borða allan matinn sinn svo við spurðum hana svo hvort hún hefði verið dugleg að borða matinn sinn.

Hún svaraði um hæl "já, allan matinn......alltaf" og þar sem við vissum að það var kannski ekki alveg rétt ítrekuðum við það við hana að það væri ekki fallegt að skrökva, þá kom hik á mína en hún ákvað að halda sig við fyrri sögu. Stefán spurði hana þá hvort hann mætti hringja í Ólöfu Helgu og spyrja en þá sagði þessi litla: "Nei, og þú veist ekki númerið hennar"! W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband