12.10.2010 | 14:51
Enn og aftur verður pabbinn orðlaus
Vinafólk okkar er mjög duglegt að bjóða okkur í heimsókn. Þau hafa gjörsamlega "ættleitt" þessa stuttu með hinum ýmsum gjöfum svo ekki sé talið allt sælgætið sem hann laumar að henni svo lítið beri á.
Stefáni mínum finnst þetta orðið ágætt...reyndar fyrir löngu og sama hvað hann tuðar í "kokkinum" vini okkar þá laumar hann bara til hennar svo lítið beri á meira gotterí.
Sunnu finnst hann náttúrulega ÆÐI svo ekki sé meira sagt því um daginn kom hann með fartölvu handa henni og gaf henni.....eða réttara sagt seldi henni og verðmiðinn var 30 kossar.
Við matarborðið í gær var umræða eins og svo oft áður og sagði Stefán við Sunnu að næst þegar við færum til "kokksins" og hann gæfi henni svona mikið nammi með heim þá myndi hann láta hana LABBA heim.
Þessi stutta svaraði hratt og örugglega;
þá borða ég bara meira hjá honum og þá þarf ég ekki að labba
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
336 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.