31.1.2007 | 18:07
sumar stéttir græða meira en aðrar
ég fór með mið stelpuna mína til tannréttingarsérfræðings sem er svosem ekki frásögu færnandi nema að við fyrstu sýn virtist allt vera í "orden". Engin sérstök þörft til aðgerða nema bara upp á útlitið. Henni leist vel á tennurnar og var ánægð hvað bit og tennur væru rétt. Hún sagðist vilja fá eina mynd til að útiloka alla galla. Við biðum spennt þar sem henni leist svona rosalega vel á allt saman. Svo kom höggið, þetta var meira svona rothögg ef eitthvað var. Myndirnar sýndu að ekki var allt með feldu og sennilega þarfnast barnið frekari aðgerða og jafnvel skurðaðgerðar á góm til að reyna að laga það sem var svona "skrítið". Við ræddum um framhaldið og kostnaðinn . Hún vildi meina að ef allt er talið þá myndi kostnaðurinn sennilega aldrei fara undir 600.000 . Þessi upphæð deilist á ca 18 mánuði þar sem hún taldi þessa meðferð hana taka. Ef ég reikna þetta í þessa mánuði er þetta ekki undir 33.000 Á MÁNUÐI .
hitt er svo annað mál að maður fer ekki einu sinni í mánuði til sérfræðingsins heldur eru tímarnir á 6-8 vikna fresti....svo í raun tvöfaldast þessi upphæð í hvert sinn sem maður fer til sérfræðingsins.
Mig svimaði og sundlaði og missti minnið og vissi ekki hvort ég var að koma eða fara. Sá fyrir mér námið á "hold" eða bara sleppa því . Ég spurði hvort tryggingastofnun tæki engan þátt í þessu og þá sagði hún að þeir taka þátt þegar maður er kominn YFIR 300.000 en þá fái maður 150.000 endurgreitt....ok....ok.....ok....róum okkur aðeins.... 600.000-150.000=450.000 sem gerir ca 25.000 á mánuði.....veistu...ég varð bara ekkert rólegri yfir þessu. Hvernig á þessi "meðal jón" að hafa efni á svona löguðu þegar þessi "meðal jón" á ekkert sérlega mikinn afgang hver mánaðarmót?? En eitt gleymist í þessu öllu saman.....ég þarf að PUNGA ÚT þessum pening ÁÐUR en Tryggingastofnun kemur þarna að .
Hún sagði að ef ég vildi, gæti hún reynt að sækja málið til TR á þeim forsendum að...jarí jarí jarí (man ekki einusinni hvað hún sagði þar sem hugurinn var á flugi um hvaða banka ég skyldi reyna að ræna til að hafa efni á þessu) en hún sagði að það væri mjög erfitt að eiga við TR og það eru svo sára fáir sem fá þetta í gegn.
Ég er að spá í að opna söfnunarreikning
damn....ég er á rangri hillu....ég ætla í svona geira til að eignast peninga....það er að segja ef ég einhverntíman kemst í skóla aftur
kveðja Helga, sem er enn með í maganum yfir þessu öllu saman og í hund-pirruðu skapi líka í þokkabót!
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
33 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Athugasemdir
sérfræðingar eru óhuggnalega dýrir Tannsar líka nema minn sem er óvenjulega ódýr miðað við aðra.....
Ólafur fannberg, 1.2.2007 kl. 09:01
Fáðu álit annars sérfræðings ! Ein fín ný hérna á í Hafnarfirði, hún heitir Sigrún og er á Flatahrauni !
Drífa (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 11:46
það var tannlæknir sem bað mig um að fara til sérfræðings. Hann var búinn að sjá að það var ekki allt með felldu . Þessi sem ég fór til var mjö almennileg og alþýðleg. Útskýrði allt mjög vel og alles....ég treysti henni alveg
Helga Linnet, 1.2.2007 kl. 15:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.