21.3.2007 | 13:47
gleraugnaglámur
Það var hringt í mig úr leikskólanum í gær og sagt að barnið hefði brotið gleraugun sín. Ég ákvað að anda með nefinu og beið eftir að mínum vinnudegi myndi ljúka og fara svo og ná í stelpuna.
Sótti hana og sá gleraugun hennar. Hún hafði brotið spöngina sjálfa, hún var þannig brotin að ekki var séns að gera við þau. Ég ákvað að fara samt með þau í Sjónarhól og láta kíkja á þau þar sem gleraugun hennar eru ekki einu sinni orðin 3 mánaða gömul . Þar fengum við þær fréttir að ekki væri hægt að gera við þau. (Ekkert sem ég ekki vissi...en vildi samt láta á reyna). Þau áttu eina spöng eftir sem er alveg eins og hennar. Ég varð að láta slag standa, ekki var hægt að hafa krakkann gleraugnalausan . Ég vissi það alveg að þetta er ekkert fríkeypis svo ég tjaldaði kortinu mínu á borðið og beið eftir upphæðinni. Konan sem afgreiddi mig fannst þetta jafn súrt og mér og ákvað að ég fengi veglegan aflsátt af þessu öllu, þurfti einungis að borga 2900kr . Ég borgaði með GLÖÐU, þakkaði fyrir og fór út....með NÝ gleraugu. (þau settu reyndar gömlu glerin í) Mæli hiklaust með þeim í www.sjonarholl.is
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
33 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.