23.3.2007 | 15:44
GRA 1389
það er svo erfitt að vera ég! og minn maður þarf sko að hafa sterk bein til að geta verið með mér .
Eftir að ég kláraði Frumgreinadeildina í HR um jólin, áttaði ég mig á því að allur heimurinn stendur opinn fyrir mér með þetta nám á bakinu. Smám saman hefur þessi krókur sem ég hef haft í Byggingartæknifræðina, beygst smám saman. Nú er það orðið svo að hann er farinn að beygjast í aðra átt! Ég fór að líta í kringum mig og fór í "naflaskoðun" hjá sjálfri mér og komst að þeirri niðurstöðu að gerast byggingartæknifræðingur er kannski ekki sá "challange" sem ég er að leita af. Ég ákvað að hugsa aðeins frekar og komst skyndilega að þeirri niðurstöðu að kannski ætti ég bara að sækja um í grafískri hönnun hjá Listaháskóla Íslands. Ég fór að lesa mig til í gær og komst skyndilega að síðasti séns til að sækja um skólavist þar var fyrir klukkan 16, föstudaginn 23. mars . Ég ætlaði þá bara að gefa þetta upp á bátinn og hætta þessari vitleysu.
Ég talaði við eina af mínum bestu vinkonum og hún peppaði mig upp í það að gera þessa möppu hratt og örugglega, ég bað hana um að koma og aðstoða mig. Hún kom strax og í sameiningu náðum við að gera þessa ágætis möppu. Svo sagði hún mjög athyglivert við mig sem fékk mig til að hugsa. Hún sagðist alveg geta séð mig í svona námi þar sem ég hef allt mitt líf helgað mig einhverskonar listum. Þetta gæti ekki verið meira rétt hjá henni, ég áttaði mig allt í einu á því. (betra er seint en aldrei). Kannski hef ég lokað þetta frá mér þar sem enginn í fjölskyldunni er eitthvað í listum, ég vildi ekki vera eitthvað afbrigðileg! (ekki það að mörgum finnst ég STÓR skrítin , það er ekkert að marka alla þá sem halda því fram ) En hún amma mín í föður ætt er ótrúlega flink með pensilinn og ég elska allar myndirnar sem hún hefur málað í gegnum tíðina. Hefði gefið heilan helling fyrir að eignast fleiri af þeim en gamla vill ekki selja .
Í dag skrölti ég svo með svarta A2 möppu og upp rúllaðar model-myndir úr Myndlistaskólanum í Reykjavík í LHÍ. Þegar ég kom þangað sá ég að ég var MJÖÖÖG aftarlega á merinni. Það var biðröð eftir að komast að borðinu og þegar ég fór að líta í kringum mig, sá ég að þær sem voru að skila inn höfðu gert ALVÖRU möppu...semsagt, tekið ljósrit af öllu því sem þær ætluðu að tjalda, skalað niður/upp á A3, sett forsíðu, plast með einhverskonar mynd og látið gorma allt inn . Mér leið eins og ég hefði mætt í gallabuxum á galakjólakvöld . Ég reyndi að halda höfði og á möppuna mínu "fínu" var skellt hvítum miða og á hann skrifað: "GRA 1389" sem er númerið mitt.
Ég geri mér ekki miklar vonir um að komast inn. Mér skilst að einungis 10% þeirra sem sækja um, komast inn í skólann. Hverjar eru líkurnar á því að ÉG komist inn? . Ég gæti kannski komist inn á þeim forsendum að hafa verið með "frumlegustu möppuna".......eða EKKI.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
33 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Athugasemdir
Ef þú kemst ekki inn núna, ertu reynslunni ríkari eftir að hafa útbúið þessa möppu og kemur enn sterkari til leiks næst þegar verður hægt að sækja um:)
Eyrún Linnet, 23.3.2007 kl. 17:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.