27.3.2007 | 11:38
Ég er bara fimm ára og kenna á því fæ.....
Við þetta lag vakti ég litla skottið mitt í morgun. Á morgun verður örverpið mitt 5.ára og hún er að deyja úr spenningi yfir þessu öllu saman.
Við vorum að skipuleggja afmælisveisluna og komumst að þeirri niðurstöðu að hún vildi bjóða vinkonum sínum í Veröldina Okkar í Smáralindinni. Við tíndum til nöfnin á vinkonunum og bjuggum til boðskort og keyrðum þau út. Eftir smá ígrundun áttaði hún sig á því að hún hafði ekki keyrt boðskort út til tvíburafrændsystkina sinna og heimtaði að ég gerði annað kort handa þeim. Ég var að reyna að rökræða við hana að þau væru bara eins árs ennþá og þau væru of ung til að koma í Veröldina Okkar. Hún horfði á mig með þvílíkum hneykslis svip og sagði svo: "Mamma, þau verða nú tveggja ára í SUMAR" . Ég átti ekki orð yfir þessu svari þar sem ég hafði ekki hugmynd um að hún vissi hvenær þau áttu afmæli svona yfir höfuð og þess þá heldur að hún áttaði sig á því að þau væru að verða tveggja
. Eftir smá rökræður féllst hún á það að fá að bjóða þeim heim á morgun í afmælið sitt. Hún ætlar að hringja í þau í kvöld og bjóða þeim persónulega ásamt hinum frænkunum og frændunum
.
Næst fórum við að rökræða hvað hún gæti hugsanlega fengið í afmælisgjöf. Ég hef oft strítt henni á því að hún fái bara nærbuxur frá mér í afmælisgjöf og örugglega frá afa sínum líka. Hún verður alltaf jafn reið þegar ég byrja, þolir ekki þennan nærbuxna brandara . Svo sagði ég við hana: "jæja Sunna mín, hvað heldur þú að þú fáir í afmælisgjöf frá vinkonum þínum eða frænkum og frændum?" Þá kom svarið hratt og hátt: "EKKI NÆRBUXUR
, bara pony eða bratz eða barbie".
Nú er bara að undirbúa afmælisveislu annað kvöld. Ég held ég hafi veisluna bara kl 17, hafi þá bara mat. Finnst það vera betra en kökupartý....það er svo fitandi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
267 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.