27.3.2007 | 20:52
sagan af hafnfirsku ljóskunni
Viktoría hringdi í mig og bað mig ótrúlega fallega um að koma með sér í Kringluna, nánar tiltekið í La Sensa til að kaupa einhvern sérstakan haldara þar sem hún er að fara á árshátíð. Ég gerði smá díl við hana að ef hún myndi sækja litlu systur sína á leikskólann og fara með henni í strætó út í Garðabæ, myndi ég sækja þær þangað og halda beint í Kringluna. Þetta varð að díl og beið ég eftir símtali frá henni um kl 16. Svo hringir daman og þær komnar í Garðabæinn svo ég skellti mér út og sótti þær. Ég vildi endilega byrja á því að fara í HB búðina á Strandgötunni í Hafnarfirði í þeirri von að ég þyrfti ekki inn í Kringlu á þessum tíma. Jú, við fórum í HB búðina og þar var ekkert að finna sem hentaði þessari dramatísku. Þegar ég lít á litlu dömuna sé ég að hún var bara á sokkabuxunum einum klæða undir úlpunni (peysa innan undir). Ég spyr hana hvað hafi orðið af pilsinu sem hún fór í um morguninn og svarið sem ég fékk var einfalt.....bara GLEYMDI að setja hana í pilsið!! Dööööh, ég skammaðist mín ofan í tær að fara með krakkann í Kringluna svona út-lítandi. Ég fór samt og reyndi að draga úlpuna vel niðurfyrir rass. Ég gafst upp og strunsaði í Zöru í Kringlunni og fann þar voða fallegar jogging buxur á 795kr sem ég vippaði henni í. Þar sem þetta er svo mikið písl, varð ég að taka stærð 4-5 ára og þurfti meira að segja að bretta uppá skálmarnar þar sem hún dró þær á eftir sér . Ég sá svo peysu sem var í stíl við buxurnar og lét það eftir mér að kaupa hana líka en hún var á 995kr. Jæja, krakkinn var kominn í föt svo ég gat haldið áfram að versla. Enduðum svo leiðangurinn í Bónus að kaupa inn fyrir afmælið á morgun.
Allt er gott sem endar vel
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
33 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.