. - Hausmynd

.

hetja gærdagsins

er ég Grin. Mér finnst það allavega. Það var mikið rugl á mataræði fjölskyldunnar í gær. Fékk til mín gesti í hádegis mat og svo hringdi Jóhann bróðir og boðaði sig og sína ásamt barni í kaffi. Ég veiddi fram konfekt og kökur til að hafa á boðstólnum. Freistaðist í 2 mola og svo 1 kökusneið. Fékk gríðarlegt samviskubit yfir þessu öllu og var ákveðin í að hafa sheik í kvöldmat. Svo var eitthvað svo mikið að gera að ég gleymdi kvöldmatnum og kl 20:30 áttaði ég mig á því að ég hafði ekki fengið mér neinn kvöldmat og mér fannst það allt of seint að fara að hræra einhvern drykk svo ég fór inn í eldhús eins og hungraður úlfur. Skar niður melónu og át hana, var ekki sátt og ákvað að fara aftur fram að leita að æti. Hætti við í miðju kafi og sagði við sjálfan mig að ég væri nú sterkari en það að freistast í eitthvað feitt. Hlammaði mér aftur í sófann og þá birtist aulýsing frá American Style og ég sagði við Stefán að mig langar í FEITAN OG SVEITTAN BORGARA NÚNA Angry. Hann hló að mér og ég gerði ekkert í því. Svo sjatnaði þessi löngun í eitthvað feitt og freistandi og ég stóðst mátið Smile

Mætti samviskusöm í ræktina í morgun og tók vel á því þrátt fyrir að vera gríðarlega þreytt eftir að hafa farið frekar seint að sofa í gær....sat nefnilega yfir X-factor GetLost


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband