5.4.2007 | 00:37
páskar!
Það voru heimsspekilegar umræður við matarborðið í kvöld. Sunna var að velta ástinni fyrir sér sem henni fannst taka á sig ýmsar myndir. Svo bað Stefán mig um að skenkja sér í vatnsglasið og lauk setningunni á "elskan". Þá lítur þessi litla upp og spyr: "pabbi, elskar ÞÚ mömmu??". Hann lítur á hana og segir við hana að hann elski mig svo sannarlega. Hún hugsar smá stund og segir þá: "ég líka!". Ég var ekki viss hvert þessar samræður myndu enda, en hún hætti að velta þessu fyrir sér svo.
Seinna um kvöldið var Stefán kallaður út á bakvakt og ég var á leið á blak æfingu og enginn til að passa svo ég býð henni með mér á æfingu gegn því að vera rosalega góð. Hún jánkar öllu og með það förum við svo út. Hún stóð alveg við sitt........þar til undir lokin en þá hvarf hún. Ég var farin að ókyrrast þar sem ég hafði ekki séð hana í einhverjar 2-3 mínútur og fór þá að leita að henni. Þetta var í lok tímans sem þetta var svo ég var svosem ekkert að stinga af frá blakinu. Þegar ég kem fram, sé ég hana koma inn frá sundlauginni. Ég fékk nett sjokk yfir þessu og sérstaklega þar sem ég sá að hún var talsvert blaut. Ég varð ofsalega fegin að sjá hana koma en kraup á hné og tók í hendurnar á henni og benti henni á að nú væri ég sko ofsalega vonsvikin að hún skuli hafa farið út á sundlaugarbakkann. Hún laut höfði og faðmaði mig og sagðist elska mig rosalega mikið. Hvað er hægt að segja þegar þau bræða mann svona?
Þær systur (yngri) háttuðu sig og tannburstuðu og komu svo og báðu um að fá að gista saman (byrjar snemma!) Ég sagði að þær mættu sofna saman með EINU skilyrði....að það myndi ekki heyrast MÚKK frá þeim. Þær urðu ofsa kátar og hlupu inn í rúmið hennar Söndru Dísar og það heyrðist ekki boffs frá þeim meir. Ég kíkti svo á þær klukkustund síðar og þar sváfu þær eins og litlir englar .
Við mæðgur, Sunna og ég fórum að versla páskaegg á línuna. Auðvitað fengu þær "hæfilega" stórt egg...annað var nú ekki hægt. Ég er ákveðin í að leyfa mér "örlítið" eggjaát um helgina....þó svo að ég sé í aðhaldi er ekki þar með sagt að lífið sé búið!
Mikið afskaplega ætla ég að njóta þess að vera í FRÍI næstu daga, og ofsalega er ég fegin að vera bara heima hjá mér til tilbreytingar. Nú tekur bara slökun við næstu 4-5 dagana. Ekki veitir af að hlaða batteríin smá ætla samt að baka eitthvað smá ef við skyldum fá einhverjar skemmtilegar heimsóknir um páskana
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
249 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.