24.4.2007 | 19:01
Bíllaus og alveg að fara á límíngunum!
Ég skellti Yarisnum mínum í sprautun í gær. Ég er sko ekki að pjattast neitt....það var keyrt utan í mig og ég er að láta laga það núna. Nema hvað að ég er BÍLLAUS!! Það er SVAKALEGA erfitt að vera bíllaus....sérstaklega þegar maður þarf að þeytast fram og til baka endalaust.
Ég reyndi að pressa á sprautukallinn að vera búinn með bílinn í dag svo ég þurfi ekki að vera bíllaus á morgun...en allt kom fyrir ekki. Ég á að mæta til einkaþjálfans kl 8:15 í fyrramálið, 11:45 mætt á fund út í skóla hjá stelpunum, 17:00 í neglur í Hafnarfjörð, 20:00 á blakæfingu á Álftanesinu. Þess vegna er ÓMÖGULEGT að vera bíllaus!!!
OK....ef ég tek strætó í Sporthúsið þyrfti ég fyrst að fara með stelpuna labbandi í leikskólann, það er í lagi nema að ég yrði ekki mætt á réttum tíma í sporthúsið. Ég gæti tekið strætó á fundinn kl 11:45 á Álftanesið en þá þarf ég að taka strætó í Hafnarfirði til Garðabæjar og þar næði ég strætó 11:30 sem fer á nesið, eftir fundinn þarf ég að taka strætó af nesinu í Garðabæ og hann fer á klst fresti svo ég býst við að ná strætó kl 13 í Garðabæ, þar þyrfti ég að taka annan vagn sem færi í Hfj.....vá...þaðan þyrfti ég að ganga...eitthvað út í buskann.....og þá kemst ég að þeirri niðurstöðu ef ég kafa í málinu að ég myndi eyða milli 5-7 klst í strætó þennan dag ef ég tæki vagninn allt sem ég þyrfti að fara. Þá kemst ég að þeirri niðurstöðu að ég næ ekki að vinna nema í 10 mínútur í vinnunni þegar á heildina er litið....sem þýðir....að ég VERÐ AÐ FÁ BÍLINN MINN AFTUR
Ég fer að þurfa áfallahjálp með þessu áframhaldi!!
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
31 dagur til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.