. - Hausmynd

.

Dónaskapur!

Þegar maður fer í búð að versla er nánast undantekningalaust miði eða skilti við kassana þar sem fólk er beðið um að tala ekki í símann á meðan afgreiðslu stendur. Þetta finnst mér bara sjálfsagður hlutur og ég passa mig mjög vel á því að tala ekki í símann á meðan ég er á kassa og ef svo óheppilega vill til að hann hringi þegar ég er á kassa, þá annað hvort þagga ég niður í honum og hringi í viðkomandi þegar ég er búin eða leyfi honum að hringja (ef það heyrist ekki mikið í honum). Ég persónulega þoli ekki fólk sem virðir þetta ekki og er jafnvel gjammandi í símann á meðan afgreiðslu stendur. Eins er þetta þannig að þegar ég er að vinna í Sturtu, þá skil ég símann minn eftir á skrifstofunni, dettur það ekki til hugar að hafahann á nér á meðan ég er að afgreiða. Mér finnst það jafn mikill dónaskapur að tala í símann á meðan ÉG afgreiði fólk eða þegar er að fá afgreiðslu sjálf.

Í hádeginu hentist ég inn í Pennan Hafnarfirði. Ég var með 3 hluti sem ég fór með á kassann. Drengurinn sem afgreiddi mig var svosem ekkert að flýta sér eða var einfaldlega nýlegur starfsmaður þarna en ég sýndi honum þolinmæði og biðlund á meðan hann dundaði sér við að skanna inn þessa hluti sem ég var með. Áður en hann kláraði að afgreiða mig hringir farsíminn hans. Það var meira að segja það há hringin að maður varð bara pirraður að láta símann hringja áfram. Mér til mikillar furðu, tók hann símann úr hulstrinu og svaraði!! Ok. þetta hefði ekki verið mjög mikið tiltökumál nema að því leiti að hann hægði á sínum ferli (sem nóta bene var ekki mjög hraður fyrir) og eitthvað var sambandið lélegt svo hann varð að snúa sér í einhverja hringi og marg kalla halló í símann áður en viðkomandi manneskja í símanum byrjaði að rulla út úr sér efni þess sem hún hringdi útaf. Ég varð svo forviða yfir þessum vinnubrögðum og varð bara mjög móðguð yfir þessu athæfi svo ef ég hefði ekki verði búin að rétta honum kortið mitt (sem ég afhenti honum ÁÐUR en hann svarði símanum), þá hefði ég strunsað út án þess að versla nokkuð! Angry


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Þú áttir að taka af honum kortið og labba út.

Jens Sigurjónsson, 3.5.2007 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

32 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband