15.5.2007 | 08:45
blóm og kransar afþakkaðir
Það voru kátar stelpur sem vöknuðu í morgun til þess að óska mér til hamingju með daginn . Ég fékk samt sms kl 00:01 í nótt...það var elsta stelpan mín að senda mér sms úr herberginu sínu. Mér fannst það voða sætt af henni.
Litla skottið afhenti mér svo bleikan pakka og var að andast úr spenningi sjálf. Inn í pakkanum var bleikur iPod spilari . Ég spurði hana hvort hún hefði farið og keypt hann en hún sagði að pabbi hefði farið og valið hann alveg sjálfur . Svo bað hún um að ég setti lögin SÍN inn á hann! Þá veit maður afhverju hún vildi að ÉG fengi BLEIKAN iPod Þetta endurspeglar það hvað hana langar í.
Í kvöld er svo stóra stundin. Við hjónaleysin förum saman á Josh Groban tónleikana í höllinni í kvöld. Af þeim sökum verður ekkert partý heima. Blóm og kransar afþakkaðir en þeir sem vilja minnast mín í kvöld eru vinsamlega beðnir um að halda ró sinni og ef það er algjört möst að koma í heimsókn, þá verð ég komin heim eftir tónleikana og get þá tekið á móti frjálsum framlögum....og gestum
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
31 dagur til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Athugasemdir
Til hamingju með afmælið!! Góða skemmtun í kvöld
Eyrún Linnet, 15.5.2007 kl. 09:54
Já ég frétti af Stefáni í stökustu vandræðum að velja handa þér afmælisgjöf, frekar flottur á því að hafa hann bleikan ....
Gunni var víst í sömu búð ! hahahaha
Til hamingju með daginn og góða skemmtun í kvöld, ég öfunda þig !
DA
DA (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 11:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.