18.5.2007 | 01:23
bank bank!
Það hlaut að koma að því að einhver skyldi verða veikur!
Í gærkveldi þegar við vorum að fara að sofa, kíktum við á litlu dömuna og fundum að hún var orðin heit. Við ákváðum að panikka ekkert og vorum róleg yfir þessu öllu saman. Svo í morgun vakti hún mig og sagðist vera svoooo illt í höfðinu. Ég rabbaði við hana smá stund og ákvað svo að ná í verkjalyf handa henni. Því næst hlammaði hún sér í sófann í stofunni, kveikti á barnaefninu og dró sængina yfir sig. Þannig var hún í allan dag. Um kl 14 var hún með tæplega 40°c hita. Þessi litli ólátabelgur sem aldrei situr kyrr, vill helst róla sér í ljósakrónunum, stendur á höfði í sófanum á meðan hún horfir á sjónvarpið, lá eins og slytti í allan dag og hreyfði sig ekki. Til marks um slappleika hennar þá bað hún um vatnssopa öðru hvoru, en það er eitthvað sem hún hefur aldrei viljað!
Ég fór svo kl 18 á ljósmyndanámskeiðið og Stefán tók við heimilinu. Vonandi verður þetta skárra á morgun. Maður er bara svo óvanur því að hún verði veik, yfirleitt er það Dísin sem á allan "heiðurinn" af þessum veikindum
Amma átti svo afmæli í dag. Ég vissi svosem ekki hvort hún ætlaði að halda eitthvað upp á það eða ekki, en ég hefði hvort sem er ekki geta mætt þar sem Stefán var að vinna og litlan veik. Ég hringdi bara í hana og óskaði henni til hamingju.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
31 dagur til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Eldri færslur
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Af mbl.is
Erlent
- Pútín reynir allt til að forðast aðra herkvaðningu
- Fimm flugfélög sektuð fyrir óboðlega framkomu
- Útnefnir vogunarsjóðsstjóra í fjármálaráðuneytið
- Munu hefja fjöldaframleiðslu á eldflaugunum
- Tillaga Trumps um frið í Úkraínu ekki algalin
- McGregor sekur: Borgar um 36 milljónir í skaðabætur
- Trump mun ekki sæta refsingu
- Ákærður fyrir morð á 13 ára stúlku
- Svíar virða ögranir Rússa að vettugi
- Efast ekki um að Bandaríkin átti sig á skilaboðum
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.