9.6.2007 | 00:25
ég er húsið mitt.
Ég var að lesa fyrir Sunnu í gær. Hún bað um að ég læsi bókina "Ég er húsið mitt". Ég hafði einhvern tíman lesið þessa bók fyrir Söndru Dís en ég man ekkert eftir henni. Bókin fjallaði um hann Steina sem var að flytja í nýtt hús. Fólkið sem aðstoðaði við flutninginn fór inn á skítugum skónum og það líkaði honum illa þar sem húsið var hreint og fínt. Móðir Steina tekur hann eintali og bendir honum á að það sé annað hús sem hann þyrfti að passa enn betur, það væri húsið hans. Húsið hans er nefnilega líkaminn. Augun í barninu stækkuðu meir og meir, eftir því sem nær dró endann í bókinni. Steini áttaði sig á því að húsið hans væri líkaminn. Móðir drengsins predikaði um það að húsið hans vildi alls ekki vera óhreint. Það þyrfti að borða hollan morgunverð svo húsið yrði hreint og fínt, alltaf að bursta tennurnar og þvo hendurnar þegar maður er búinn að vera úti og svo frv. Eftir lestur bókarinnar spjölluðum við mæðgur um þetta tiltekna hús sem við eigum öll. Hún var mög hissa á þessu öllu saman. Stelpan fer svo að sofa og ég spái ekkert meir í þessu.
Í morgun vaknaði ég við stelpuna við hliðina á mér (en ekki hvað) og ég ýtti við henni þar sem klukkan hringdi. Hún teygði úr sér og sagði svo í svefnmókinu að nú vildi hún fá Cheerios í morgunmat. Ég varð mjög hissa og sagði ekki neitt heldur beið útskýringa á því hvers vegna hún vildi það. Jú, ekki löngu síðar sagði hún að nú vildi húsið hennar fá HOLLAN morgunmat . Það er alveg stórmerkilegt hvað hún tekur öllu svona bókstaflega.
Á morgun (laugardag) fer Dísin mín fagra til Danmerkur með fótboltanum. Allt orðið reddý fyrir ferðina og hún orðin spennt eins og lög gera ráð fyrir.
Á morgun er ég jafnvel að spá í að skella mér til Viðeyjar í smá myndunarleiðangur. Held að það gæti verið gaman ef veðrið verður gott.
Annað kvöld ætlum við að bjóða Viktoríu eitthvað flott út að borða. Staðurinn er enn leyndó þar sem hún fær ekki að vita neitt fyrr en komið er á staðinn.
Myndin af Viktoríu er mjög flott í Víkur fréttum. Ég get ekki annað en verið rosalega stolt af henni. Ég frétti svo frá einni sem ég þekki að myndir af henni hafa einnig birst í Fréttablaðinu (vissi af viðskiptablaðinu ekki hinu) varðandi verkefnið sem hún vann í skólanum. Hún (ásamt 2 öðrum dömum) áttu að "stofna" kaffihús og gera teikningar af því og líkan ásamt kostnaðaráætlun, vínveitingaleyfi, starfsleyfi og svo frv. Þótti þetta einkar vel heppnað hjá þeim að áveðið var að kalla út blaðamenn. Ég sá þetta því miður ekki sjálf en að sögn þeirra sem sáu þetta, þótti þetta mjög flott. Nú þarf ég að útvega mér þetta Fréttablað sem kom út í síðustu viku.
Nóg í bili, langur og strangur dagur framundan á morgun
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
32 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.