. - Hausmynd

.

Unginn farinn í frí

Jæja, nú er Dísin mín farin til Lökken í Danmörku. Ég var með hnút í maganum að senda hana "eina" út, en ég er sannfærð um að hún hefur gott af þessu. Þetta er rosalega stór hópur stelpna sem fer út og eitt er víst að það eru ekki allar vinkonur innan hópsins! Frown Krossa fingur og vona það besta.

Ég heyrði í henni í dag, allt í sómanum.....ennþá....vona að það hangi þannig.

Í gær fórum við svo út að borða með Viktoríu. Fórum á Hereford steikhús sem er á Laugaveginum. Maturinn var fínn (fyrir utan vatnsþynntu sjávarrétta súpuna), nautasteikin var frábær og eftirrétturinn var góður. Þjónustan var mjög góð en ég ÞARF ekkert að fara þarna aftur!!! þetta er sko langt frá því að vera eitthvað kósý staður! Maður heyrði ekki í sjálfum sér þarna fyrir glym. Ég er sannfærð um að ef þeir létu laga hljóð einangrunina þarna, yrði þetta þægilegur staður, en þangað til að það verður lagað fer ég ekki aftur GetLost. Eftir matinn buðum við henni svo í bíó og fórum við á sjóræningjana. Góðir brandarar í myndinni, flott tölvugrafík, vel tekið en gjörsamlega innantóm mynd. Maður vissi ekki hver var að bomba á hvern eða hver var með/móti hverjum eða hvort það var vondi kallinn eða góði kallinn sem dó!!! Shocking Kannski var ég bara svona vitlaus! leyfum mér að njóta vafans Joyful

Á heimleiðinni segir Viktoría að sér sé aftur orðið svona illt í höfðinu og sé orðið flökurt. Við báðum hana um að segja okkur það í tíma ef hún þyrfti að æla. Skyndilega biður hún okkur um að stoppa NÚNA. Hún stekkur út úr bílnum og þar ælir hún lifrum og lungum Sick. Mér er hætt að finnast þetta eitthvað sniðugt. Þetta er farið að gerast ansi oft. Hún fær skyndilega svona illt í höfuðið (nánar tiltekið bakvið augað öðrumegin) og þá ælir hún skömmu síðar. Ég ætla að fara með hana til læknis. Ég vil bara búin að finna út úr þessu sjálf áður en ég tala við lækni. Þeir sem mig þekkja, vita ástæðuna GetLost.

Í dag hafði ég það af að gróðursetja nokkur sumarblóm í garðinn. allt að verða voða flott þarna Smile. Verst hvað ég er EKKI með græna fingur Blush Öll blóm í kringum mig deyja, ég er farin að hallast að því að þau drepist úr leiðindum!! Crying Sjáum hvað þessi blóm gera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband