20.6.2007 | 23:49
iss, ef hann væri bara sá eini!
Það eru til svo margir sem aka próflausir og því miður komast upp með það. Ég get alveg sagt frá einu dæmi sem snýr að mér og minni fjölskyldu.
Við vorum á leið heim frá Akureyri síðustu helgi. Það var mikil umferð þar sem bíladagar á Akureyri voru að enda. Við erum að fara yfir fyrstu heiðina frá Akureyri og vorum í hópi 6-8 bíla sem allir óku í einni lest. Við héldum dampi og ókum á frekar miklum hraða en við vorum á um 100km hraða á klst. Það skal játast að það er aðeins of hratt en enginn var að taka framúr eða að glæfrast fyrir utan að við vorum að byrja að skríða upp heiðina svo það mátti búast við því að lestin myndi hægja á sér fljótlega. Stefán lítur í hliðarspegilinn og ég heyri hann sótbölfast eitthvað og ég ákvað að líta líka nema hvað að skyndilega tóku framúr okkur tveir stórir bílar, annarsvegar stór Ford 250 pallbíll (sem er meiraprófs bíll) og hinsvegar Land Cruiser á einum 35-38" dekkjum. Ekki bara það að þeir óku framúr á hættulegasta vegakafla milli Akureyrar og Reykjavíkur sökum þess að það eru ekkert nema blind beygjur og einbreiðar brýr á þessum kafla heldur voru þeir með ein sverustu fellihýsi sem seld eru hér á landi. Þegar Stefán áttaði sig á því hvað þeir voru að gera, snaraði hann sér út í vegakantinn til að forða slysi en við sáum svo bara í skottið á þeim og þar sem hýsin fleygðust upp og niður og munaði engu að það færi í bílana sem þeir voru að taka framúr. Þess má geta að þeir hafa verið á um 130km hraða með fellihýsin og ekki nóg með það þá má þessi Ford bifreið aðeins aka á 85km hraða sökum stærðar.
Stefán varð ofsalega reiður þegar hann sá þennan glæfra akstur sem ég skil mjög vel þar sem þeir stofnuðu einum 6-8 bifreiðum í hættu með framúrakstrinum og einnig þeim bílum sem hefðu geta orðið á vegi þeirra í framúrakstrinum.
Þegar við komum í Varmahlíð sá Stefán lögreglu og ók beint að henni en á undan okkur var maður sem hafði verið fyrir framan okkur allan tímann nema hann stöðvaði lögregluna á undan okkur. Stefán skrúfaði niður rúðuna til að athuga hvort hann væri ekki örugglega að klaga umræddar bifreiðar, jú, hann gat ekki betur heyrt.
Við komumst svo að því fyrir tilviljun að drengurinn sem ók Ford bifreiðinni er próflaus í þokkabót, hvorki með venjuleg ökuréttindi, hvað þá meiraprófið eins og þarf á þennan bíl. Einnig tók ég eftir númerinu á bílnum svo ég get sagt eitthvað ef hans er leitað . Stefán hitti þennan gaur og gjörsamlega MISSTI sig við hann. Vinurinn hafði ekkert að segja sér til málsbótar!
Auðvitað á að kæra svona menn umsvifalaust.
Ökumaður próflaus í 67 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
33 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Eldri færslur
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Af mbl.is
Fólk
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari
- Fyrrverandi Playboy-kanína fær ekki aðgang að stefnumótaforriti
- Jarðarför Liams Payne í dag
- Vaknar grátandi af söknuði um miðjar nætur
- Náði botninum við dánarbeð ömmu sinnar
- Aldís Amah með hlutverk í Hallmark-jólamynd
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.