29.6.2007 | 15:15
Djöfull eru margir feitir hérna á gangi
Undur og stórmerki gerðust í dag. Ég byrjaði á því að fara á sumarhátíð í leikskólanum hjá Sunnu litlu og svo þegar ég ætlaði að fara var það ekki tekið í mál annað en að koma með mér. Ég sagði við hana að hún yrði þá að koma með mér í bæinn og ekkert mehe! Því var lofað.
Við fórum þá niður á Laugaveg þar sem ég þurfti að erinda í tvær verslanir á Laugaveginum. Í þessu blíðskapar-veðri ákvað ég að labba aðeins lengra niður Laugaveginn. Litlu dömunni minni fannst það frekar ósanngjörn meðferð og bað um að snúa við. Ég hugsaði með mér að það væri kannski ekkert meira að sjá í bili svo ég sný við. Um leið og ég sný mér við heyri ég í tviemur mönnum tala saman og heyrist upphátt hjá öðrum þeirra: "djöfull eru margir feitir hérna á gangi". Ég heyri þetta að sjálfsögðu og lít á mennina sem litu ekki í áttina til min. Ég varð ofsalega sár í fyrstu en svo varð ég bara REIÐ. Ég ákvað að virða þessa einstaklinga fyrir mér og sá þá að annar þeirra (sá sem tjáði sig upphátt) að hann var bara alls ekki í kjörþyngd sjálfur og svo ekki bara það heldur hrikalega ófríður í þokkabót. Ég vil nú meina það að af öllu þá eru "effin" þrjú best
FYNDINN, FEITUR OG FALLEGUR
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 260128
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
32 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.