4.7.2007 | 20:03
líkaminn gerir þetta bara
Ég vakti litla dýrið mitt í morgun. Hún var mjög þreytt og vildi kúra aðeins lengur. Ég lít í kringum mig í herberginu hennar og sá þar sem allir hennar 12 fermetrar voru þaktir dóti. Ég spyr hana afhverju í ósköpunum allt þetta drasl væri út um allt. Hún var fljót að svara því að draslið væri til þess gert svo hún gæti leikið sér að öllu dótinu sínu.
Mér fannst þetta mjög skrítið svar og sagði við hana að það þyrfti ekki að hafa samt allt í drasli þó svo maður ætli að leika með dótið sitt. Hún gaf sér 10 sek í umhugsunarfrest og sagði svo: "sko, líkaminn minn gerir þetta bara"!
Ég varð náttúrulega hneyksluð yfir þessari fimm ára dömu og sagði henni að þá yrði það verkefni dagsins í dag eftir heimkomuna úr leikskólanum að taka til. Hún svaraði undir eins: "Æji mamma, það tekur því ekki, líkaminn minn mundi bara drasla strax út aftur"
Hvernig í ÓSKÖPUNUM á maður að tækla svona svör???
Eftir heimkomuna í dag fór hún til Söndru Dísar og plottaði hana til að aðstoða sig við tiltektina gegn "framlagi" hennar til einhvers verks í hennar þágu. Með það fór hún með systir sína inn að taka til í herberginu. Eftir nokkrar mínútur voru þær komnar fram og fengu leyfi að fara út að hjóla saman. Það var kaupið sem Sandra Dís fékk frá litlu systur sinni fyrir hjálpina
Þetta myndi ég kalla samningamanneskju.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 260383
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
249 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Athugasemdir
Ekki reyna að tækla þetta svar, það er algjör snilld.
Þröstur Unnar, 4.7.2007 kl. 20:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.