7.8.2007 | 09:20
the big day...
...is to morrow
Nú er loks komið að næstu brottför. Á morgun ætla ég að vera í Orlando í þessu húsi. Er ekkert að monta mig sko
Þetta verður langt ferðalag þar sem við vinkonurnar ákváðum að spara svolítið....eða um það bil 70.000kr! Við fljúgum til Baltimore og þar tökum við innanlandsflugið til Orlando og því næst þarf að ná í bílaleigubílinn og keyra að húsinu sem tekur einhverja 1-2klst. Það kostaði bara 53.000 að fljúga fram og til baka á Baltimore en 7.000 að fljúga fram og til baka frá Baltimore til Orlando. Ef við hefðum keypt farið alla leið (sem maður hefði gert ef börn væru með) þá hefði farið kostað litlar 140.000kr pr mann! (allavega á þessum tímapunkti sem við vorum að panta farið) Þetta verður bara fjör. 4 hressar tjellingar í verslunarleiðangri...engir karlmenn á handbremsunni...aðeins heimildin á Visa
Annars er ég hrædd um að "bödsgettið" hafi lækkað hjá manni all verulega sökum viðgerðarkostnaðar á jeppanum. Ef illa fer er þetta bilun upp á 500.000kr hjá okkur en ef vel fer, þá tekur Ingvar Helga þennan kostnað að sér.....sem ég trúi eiginlega ekki þar sem bíllinn er orðinn 5 ára gamall en mér finnst það réttlátt þar sem hann er ekki ekinn nema 100.000km . Kemur allt í ljós vonandi í dag.
Ég ætla að pakka eitthvað lítið í ferðatösku fyrir þessa ferð....tek í versta falli bakpokann minn og set í hann. Áætlunin er að kaupa góðar ferðatöskur þarna úti....og fylla þær
Ég komst hinsvegar inn á frábæra slóð um daginn. Konan sem var með mér úti í Svíþjóð (hinn fararstjórinn) sagði mér frá síðu mannsins síns. Ég ákvað að kíkja og varð gjörsamlega IN LOVE Ég elska svona ljósmyndir. Ég ætla að taka myndir úti og helst nóg af "night shot". Mér finnst það svo hrikalega flott.
Læt fylgja með svíþjóðamyndir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
336 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Athugasemdir
þekki þig ekki neitt en kíki alltaf hingað inn á mínum bloggrúnti, ég get ekki opnað myndirnar sem ´þú vísar á í blogginu núna. Hafðu það gott í henni Ameríku, ég var að koma frá Montreal frábær borg og mjöööög gott að versla
ókunn (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 20:48
Ef það eru vandamál að opna myndirnar má reyna þetta
http://ourdisneyhomes.com/2509msw/index.php þetta er húsið í Florida
svo er mydasíðan www.natturumyndir.is og www.snævarr.com
Helga Linnet, 8.8.2007 kl. 09:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.