. - Hausmynd

.

Nú á ég hvergi heima

Ekki ætlar þetta að ganga andskotalaust fyrir sig að hafa fastan heimilislækni. Ég bloggaði um það hér í júní hvernig það gekk fyrir sig að panta tíma hjá heimilislækninum MÍNUM. Ég endaði á því að rífast við kellinguna í símanum um að ég hafi ALDREI skráð mig annarsstaðar hjá heimilislækni, ég væri með minn lækni og vildi fá tíma hjá honum. (það þarf að lesa þessa færslu ef þetta á að skiljast)

Ég hringi svo núna í "nýja" heimilislækninn og ætla að fá tíma hjá henni í dag...eða sem fyrst en þá segir konan í símanum að ég sé ekki skráð í Firði! Ég hvái þar sem mér var sagt það þegar ég hringdi þangað að ég væri skráð. Ég verð ofsalega hissa og svo rann reiðin yfir mig hverslags RUGL þetta væri. Konan í símanum (sem var bara mjög indæl og vildi allt fyrir mig gera) sagði að allir læknarnir þarna væru full bókaðir og ekki væri hægt að taka við nýjum viðskiptavinum. Ég spurði þá hvort ég væri þá bara "heimilislaus" og því var svarað játandi. Angry

Ég get ekki skilið þetta bull sem þetta er búið að vera.GetLost

Ég verð að komast til læknis þar sem ég er komin með bronkítis og stefnir í lungnabólgu (eins og alltaf þegar ég fæ þetta ógeð) og ef hún nær hámarki þá verður það næstu helgi. Ég er eiginlega ekki tilbúin að vera að ganga upp að altarinu næstu helgi með yfir 40°c hita og muna varla hvað ég heiti. Woundering

Ég er með þetta lungnavandamál og veit af því og VERÐ að fá eitthvað strax til að stoppa þetta. Símadaman sagði að ég gæti komið á vaktina á eftir og bókaði mig fyrir 4 í dag....sem betur fer Frown


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

32 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband