. - Hausmynd

.

Fall er fararheill......eða er það ekki

Það er ansi margt búið að ganga á hjá okkur undanfarnar vikur. Til að rifja upp hluta þá byrjaði það þannig:

Jeppinn bilaði og átti viðgerðin að kosta okkur tæpa millu. Sluppum með minna...en skellur samt. Við fáum bílinn úr viðgerð...en hann fer aftur inn í viðgerð daginn eftir. Fáum bílinn enn einu sinni úr viðgerð...en sökum óvandaðra vinnubragða fór hann inn í 4 sinn í viðgerð. Ok, hann er í lagi núna! Woundering

Hringarnir voru skemmdir fyrir okkur. Get ekki beinlínis sagt OK við því en getum ekkert gert en að bíta í það súra og "sætta" sig við þetta. Búið og gert! GetLost

Stefán ákvað að máta "ódýru" jakkafötin frá Sævari Karli á sunnudaginn og komst að því að þeir styttu buxurnar svo mikið að hann hefði léttilega geta leikið trúð í veislu í buxunum og skyrtuna afhentu þeir svo litla að ekki var fræðilegur að hneppa tölunum. Með jakkafötin fór hann og þeir verða gjöra svo vel að redda þessu á staðnum. Það er jú 5 mín í brúðkaup W00t

Ég fer í sakleysi mínu í brúnkumeðferð sem endar með því að auðveldlega er hægt að rugla mér saman við næstu skjöldóttu belju sem fyrir verður á veginum! Blush

Ég fór með brúðarkjólinn minn í hreinsun í gær svo nú verð ég að krossa fingur um að ekkert komi fyrir kjólinn og ég geti notað hann um helgina. Pouty

Hvað verður það næst? Pinch


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

31 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband