13.9.2007 | 09:01
ótal atriði
Það er svo ótrúlega mörg atriði sem mig langar til að segja en ég veit að ég kem þeim ekki öllum á eitt blogg.
Við erum ofsalega sátt við hvað brúðkaupið heppnaðist vel í alla staði. Við áttum ekki til orð yfir öllum gjöfunum sem við fengum. Allar voru þær svo rausnarlegar að við vorum eiginlega bara klökk yfir þessu öllu. Við fengum mikið inn í stellið sem við byrjuðum að safna sem var æði. Eins fengum við helling annað sem jafnvel var ekki á listanum sem gladdi okkur ótrúlega mikið. Við erum búin að fara yfir þennan dag aftur og aftur og alltaf komumst við að þeirri niðurstöðu að við eigum ekki bara frábæra fjölskyldu heldur frábæra bestustu vini
Það voru ansi margir sem lögðu hönd á plóg til að gera þennan dag ógleymanlegan. Fjölskyldan fékk alveg að vinna fyrir matnum Tengdó var að fara yfir af stressi enda lá mjög mikið á henni. Hún gerði brúðarvöndinn og svo blómaskreytingar á h-borði og matarborði. Eins var hún í því að strauja dúka og gera þá fína. Konan hans pabba sá um borðskreytingar á gestaborðunum og skreytti "sigurbogann" eins og hún talar um hann ásamt því að skreyta salinn og aðstoða við að ganga frá salnum eftir brúðkaupið. Helena vinkona hélt ræðu og minntist þess að ég hafi kennt henni að segja NEI í æsku.....en ég hef greinilega ekki kennt henni nógu vel því hún gerði brúðartertuna sem allir tala enn um að hafi verið ekki bara glæsilega út lítandi heldur frábær á bragðið (og þar var ég alveg sammála), eins var hún með í skreytingum og þrifum á salnum.
Það voru sko miklu fleiri sem komu að þessu öllu saman og aðstoðuðu fyrir og eftir brúðkaup.
Nú er alvaran tekin við og ekkert nema vinna framundan. Reyndar fengum við þær fréttir að okkur er boðið í Legoland með krakkana á þriðjudaginn, bara dagsferð sem er mjög strembið en ómetanlegt fyrir krakkana. Maður leggur ýmislegt á sig til að gleðja börnin. Það er SKB sem stendur fyrir þessari skemmtun.
Þangað til næst
p.s. ég LOFA að vera ekki svona væmin þá....kem með krassandi sögur frekar
Frú Helga hin hamingjusama
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 260128
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
32 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Eldri færslur
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Af mbl.is
Innlent
- Vill selja hlut í Landsbankanum
- Svarar Sigurði: Nýjustu ýkjur úr Suðurkjördæmi
- Þung staða í kjaradeilum kennara
- Skýr vilji til að ganga í ESB
- Hvalur í Hafnarfjarðarhöfn
- Varaþingmaður segir sig úr Miðflokknum
- Reiðubúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum
- Boða verkföll í 10 leikskólum til viðbótar
Erlent
- McGregor sekur: Borgar um 36 milljónir í skaðabætur
- Trump mun ekki sæta refsingu
- Ákærður fyrir morð á 13 ára stúlku
- Svíar virða ögranir Rússa að vettugi
- Efast ekki um að Bandaríkin átti sig á skilaboðum
- 281 hjálparstarfsmaður drepinn á árinu
- Sjötti ferðamaðurinn er látinn
- Segjast hafa drepið fimm vígamenn
Athugasemdir
Það er allt í lagi að vera væmin...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.9.2007 kl. 16:57
Til hamingju með titilinn Frú og svo auðvitað með að hafa fest karlinn. Frábært að skoða myndirnar ykkar og greinilega skemmtilegur dagur hjá ykkur.
Knús og koss
Sóley (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 11:34
Innilegar hamingjuóskir með þennan yndislega dag og megið njóta hans vel og lengi,en ástæðan fyrir mínum skrifum er að ég vildi fá að forvitnast um hann afa þinn Hans Adolf,hann er Linnet ekki satt,mig langaði að forvtnast hverjir foreldrar hans voru og systkini.með kærri þökk.Linda Linnet Hilmarsdóttir
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 15.9.2007 kl. 01:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.