. - Hausmynd

.

plís mamma...

Ég og Stefán fórum í Smáralindina í gær. Enduðum svo á Caffeadesso og fengum okkur kaffi og crépes. Þegar við vorum byrjuð að borða ákvað þessi stutta að hún þyrfti að fara á klósettið. Ég stóð upp og ætlaði með henni á klósett sem hlaut að vera staðsett á kaffihúsinu. Ég fann ekki neitt og spurði til vegar en þá var mér sagt að þarna væri ekkert klósett og ég mátti gjöra svo vel og fara með hana á klósettið í Smáralindinni. Mér fannst þetta afskaplega lélegt, þó svo að Stefán hafi verið eftir til að passa matinn þá var mér alveg sama. Samkvæmt reglugerðum Á að vera salerni á kaffi og veitingahúsum. Pizza Hut er meira að segja með 2 ef ekki 3 klósett hjá sér þó svo að salerni Smáralindar sé á bakvið vegginn hjá þeim.

Jæja. Ég fór með stelpuna á klósettið og hún fór inn og lokaði. Ég ákvað að stríða henni örlítið og spurði hvort hún væri búin. Hún neitaði....eðlilega þar sem hún hafði ekki einu sinni náð að hysja niður sokkabuxurnar. Um leið og ég heyrði að hún settist á salernið spurði ég aftur hvort hún væri núna búin og þá heyrðist í þessari stuttu: "PLÍS mamma, ég skal segja þér þegar ég er búin...LOFA" Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ekki góð auglýsing þetta... ég ætla aldrei á þetta kaffihús

Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.9.2007 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband