. - Hausmynd

.

tekin bæði framan og aftan

Það á ekki af manni að ganga þessa dagana, vikurnar eða bara mánuðina. Það er ekki eitt heldur ALLT Frown

Þegar ég vaknaði í morgun leið mér eins og ég hefði klárað heila Koníaksflösku All by my self! Hefði betur gert það til að skýra hvað mér leið illa. Ekki það að ég hef ekki bragðað áfengi síðan....tja... jú, í brúðkaupinu mínu Grin. Anyway....á fætur fór ég þó svo að allt annað sagði að ég ætti ekki að vera að hafa fyrir því. Dreif mig í íþróttafötin því ég ætlaði að byrja á því að skella mér í ræktina áður en ég færi í vinnu.

Kom krökkunum fyrir í skóla og leikskóla og þurfti svo að skutla Viktoríu í Flensborg nema hún þurfti að byrja í íþróttum í íþróttahúsinu við Strandgötu. Aldrei þessu vant var sól en hífandi rok, sólin liggur lágt niðri svo maður þarf að fara varlega.

Eftir að hafa kvatt hana lá leið mín upp Lækjargötuna til að komast upp á Keflavíkurveg svo ég gæti haldið áfram inn í Kópavog. Þegar ég er komin að "strumpablokkunum" þar sem G2 er og Guðrún gullsmiður og fleiri, sá ég að það var einhver hindrun. Bílar stoppa í umvörpum og þegar nær dró sá ég að það hafði orðið árekstur svo ég sýndi því ákaflega mikla þolinmæði þar sem maður komst ekkert frammúr fyrir bílaumferð á móti. Fyrir framan mig var svartur Golf (splunku nýr Tounge) og stoppaði ég 5-6 metrum fyrir aftan hann (stoppaði það langt frá að ég sá vel undir hann). Við erum stopp þarna í smá tíma og ég sýni þessu bara biðlund með sólina beint í augun. Fannst sólin orðin dálítið pirrandi í augun svo ég lagaði sólskyggnið aðeins betur, stóð á bremsunni og var um það bil að taka úr gír þegar ég lít í spegilinn og sé þar stóran Hunday bíl koma á ógnar hraða. Á þeim tímapunkti fór margt af stað í kollinum. Ég hugsaði með mér hverslags bjáni þetta væri sem kæmi á svona mikilli ferð og ætlaði bara að stinga sér frammúr eins og ekkert sé með alla umferðina á móti GetLost Allt í einu fatta ég að þessi manneskja er ekkert að fara frammúr.....hún stefndi beint aftan á MIG W00t. Sjálfkrafa herti ég fótinn á bremsunni og fórnaði höndum þegar ég gat ekkert gert lengur. Bíllinn skall með gríðarlegum þunga aftan á mig svo bremsurnar á Yaris höfðu lítið að segja og ég endasendist alla þessa 5-6 metra fram og aftan á þennan splunku nýja Golf sem endasendist sjálfur einhverja metra áfram. Höggið var það mikið og brak hljóðið í bílnum var agalegt. Þegar bílinn minn hafði stöðvast, áttaði ég mig á Því að ég var enn á bremsunni og stóð fast. Ég fann að ég fékk högg á bakið og hálsinn því ég fann fyrir seyðing í hálsinum sem leiddi beint upp í höfuð og á örskammri stundu byrjaði höfuðið að túttna út af höfuðverk.

Ég sat sem lömuð í bílnum og gjörsamlega brotnaði niður. Það var svo mikil ringulreið og óöryggi að ég gat ekki áttað mig á því hvað ég átti að gera næst. Hurðin var rifin upp á bílnum og inn kom konan sem ég endasendist á og hún greip utan um mig og spurði hvort ekki væri allt í lagi. Jú, það var allt í lagi með mig...mér meira brá en hitt. Ég hef aldrei lent í árekstri áður svo ég vissi ekki hvernig þetta var. Hún huggar mig og segir að þetta sé allt saman í lagi. Þetta séu bíldruslur sem má skipta út, meira atriði væri að ganga úr skugga um að væri í lagi með ökumenn og farþega. (Gáfuð kona þar Smile)

Ég sat nötrandi ennþá í sætinu, fálmaði eftir töskunni minni en komst að því að hún var horfin! Eftir leit fann ég hana afturí á bakvið bílstjórasætið. Sá að stóllinn hennar Sunnu var kominn nánast frammí en ég spáði ekki mikið í því á þeim tímapunkti. Skjálfandi hringdi ég í Stefán og hann sagðist ætla að koma strax. Mér létti mikið við það þar sem mér fannst ég vera ein í heiminum þarna. Vissi ekki hvort bíllinn minn væri í ökuhæfu ástandi eða ekki. Ég ákvað að fara út og kíkja á aðstæður og þá sá ég ástæðuna fyrir því að bílarnir voru stopp. Það hafði verið árekstur líka, aftanákeyrsla nema að þar voru bremsuförin "örlítið" lengri en fyrir aftan mig. Fólkið í þeim bílum var komið út og einhverjir sátu í vegakantinum hágrátandi. Fyrr en varði var lögreglan komin. Þeir litu á alla bílana sem voru allir í klessu á ca 50-70 metra kafla en enginn bíll kom við annan (það höfðu allir endasenst eitthvað út í buskann) spurðu svo forviða: "vá, lentu ALLIR þessir bílar í þessum árekstri?!" W00t Það var leiðrétt...hér erum við að ræða um TVO árekstra en 5 bíla. Í þeim fyrri var aftanákeyrsla en í þeim síðari voru 2 bílar stopp en sá þriðji kemur og klessukeyrir hina tvo bílana. Ekki var laust við að lögreglunni létti Police Hún ætlaði að gera tjónaskýrslu á þetta en hætti við þegar hún sá umfangið og gerði lögregluskýrslu.

Stelpan sem keyrði aftan á mig átti ofsalega erfitt. Ég var löngu hætt að vorkenna mér en fór þess í stað að vorkenna henni. Hún hágrét allan tímann yfir því hvað hún væri búin að gera. Hennar bíll fór kannski einna verst út úr þessu þó svo að minn sé krambúleraður allan hringinn, þá er það smávægilegt miðað við hvernig hennar fór. Samt er ég ótrúlega hissa á Því hvað Yarisinn hélt sinni stuttu lengd miðað við aðstæður Tounge (enda ekki hægt að þjappa honum mikið saman, hann er svo stutturKissing)

Stefán kemur þegar ég er búin í yfirheyrslu hjá lögreglunni. Löggan bað mig um að fara til læknis og láta gera skýrslu á mig. Ég hundsaði það og sagði að ég væri alveg í lagi....hélt ég....fyrir utan höfuðverkinn sem jókst með hverri mínútunni. Ég fékk Stefán og lögregluna til að kippa stuðaranum frá dekkjunum svo ég kæmist áfram minna leiða. Þeir unnu ötullega að því svo ég gæti farið. Stefán aðgætti vel hvort hjólabúnaðurinn hafi skemmst og hvort það væri öruggt að fara á bílnum. Eftir smá tékk komst hann að því að ég gæti farið. Hann spurði mig aftur hvort ég vildi ekki bara renna strax til læknis en ég fussaði við því. Það hefði verið mér til happs hvað ég sá bílinn seint í speglinum.... kannski happ....hver veit....

Ég kvaddi og ákvað að fara bara í vinnuna, gaf ræktina upp á bátinn í augnablikinu. Fór í vinnuna (sem var ekki ýkja langt frá slysstað) en allan tíman vefengdi ég allar aðgerðir annarra í umferðinni, varð semsagt 100% paranoja Pouty.

Komst þangað klakklaust en þegar ég fór að slaka á, fann ég að ég var kannski ekki alveg heil! Bakið og hálsinn eru mjög stífir partar og mig verkjar út í hægri höndina....hmm.... spurning um að gefa sig og láta gera skýrslu EF þetta dregur einhverja dilka á eftir sér Undecided


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Er ekki í lagi með þig manneskja... FARÐU TIL LÆKNIS!!!

Gunnar Helgi Eysteinsson, 24.9.2007 kl. 20:25

2 Smámynd: Eyrún Linnet

Mig dreymdi þig í nótt þar sem þú varst að rölta inn á Sólvang (ég var af e-i undarlegri ástæðu með son vinkonu minnar hjá lækni þar...) þar sem þér fannst rétt að kíkja til læknis.  Vona að þú hafir gert það! Ef þú ert ekki búin að því skaltu drífa þig ekki seinna en núna!

Eyrún Linnet, 25.9.2007 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

32 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband