25.9.2007 | 10:32
2 hálsliðir laskaðir
Ég gafst upp í gær um hádegisbil. Þá höfðu verkjalyfin ekki nægilegan árangur borið og verkurinn í öxlina og höndina var orðið óbærilegt. Upp á slysó skundaði ég með það hugarfar að ég væri með móðursýki. Ég beið á biðstofunni í ca 2 tíma áður en mér var hleypt inn. Loksins er mér vísað í herbergi og bíð ég þar í nokkrar mínútur eftir lækni.
Kona kemur inn og spyr mig um áverkana og ég lýsi þeim þannig:"Lenti í 3 bíla árekstri þar sem ég var í miðjunni. 5-7mínútum eftir áreksturinn fékk ég gríðarlegan höfuðverk eins og höfuðið væri að springa og svo 2-3 tímum eftir slysið fann ég fyrir í öxlinni og svo er staðbundinn verkur á milli herðablaða. Svo er verkurinn í öxlinni farinn að leiða fram í höndina svo nú er hún öll dofin og mig vantar mátt í hana."
Læknirinn stóð upp, þreifaði á hálsinum og ýtti á 2 liði í hálsinum og þeir voru sárir svo hún sagði mér að hinkra og kallaði á hjúkku og bað hana um að setja kraga á mig, hugsanlega laskaðir hálsliðir og ég eigi að fara í C? (man ekki hvaða stafur kemur CP, CV...mátt bara velja). Hún bað mig um að bíða eftir að vera fylgt í segulómunina.
Aftur upphófst bið! Heil umferðamiðstöð hafði farið framhjá mér á meðan ég beið eins og kálfur í strekkingaról. Gat mig ekki hreyft. Loks kom að mér að fara í röntgen en þegar ég er komin þá sé ég að þetta er ekki þessi hefðbundna röntgen vél heldur er ég látin liggja á bekk og mér keyrt inn í gríðarlega maskínu og þurfti ég að liggja 100% kyrr.
Myndirnar eru skoðaðar og læknirinn kemur til mín með þær gleðifréttir að það er ekki sprunga eða bráka á þessum hálsliðum heldur eru þeir illa marðir og ég illa tognuð í hálsi. Dagurinn í dag væri bara hátíð miðað við það sem bíður mín næstu tvo dagana! Ég gæti þurft á kraga að halda en hún vildi leyfa mér að ráða ferðinni sjálf þar. Hún sagði að ég yrði að vera samviskusöm og taka lyfin sem hún ætlaði að skrifa upp á fyrir mig því það væri partur af ferlinu ef ég ætlaði mér að koma þokkalega undan þessu öllu. Auðvitað er þetta jákvætt að hafa ekki laskast meira en þetta en nóg er það samt.....en það besta í þessu öllu saman....semsagt ljósi punkturinn er það að ég má ekki lyfta neinu, ekki ryksuga, skúra, hengja upp þvott eða NEITT....það var ljósasti punkturinn í þessu öllu Hún lætur mig hafa bækling um hálsáverka og hún fór yfir þetta með mér og þar stendur með einkenni:
"Fyrstu einkenni koma nokkrum klukkustundum eftir áverkann. Þau eru vaxandi verkir og stirðleiki í hálsi. Verkurinn leiðir oft út í herðar, axlir jafnvel handleggi, ýmist hægra eða vinstra megin. Verkur kemur oft á milli herðablaða. Þessu fylgir oft höfuðverkur og svimi. Einkenni geta verið lítil í byrjun, en svo versnað fyrstu dagana eftir slysið"
Ég semsagt fékk ÖLL einkennin. Hún bað mig um að taka því rólega næstu 2-3 vikurnar. Ég spurði í gamni hvort ég mætti ekki fara á æfingu...er að æfa blak...og á að keppa næstu helgi... Aumingja konan fórnaði höndum og sagði hátt og skýrt: "NEIH....ALLS EKKI"
Mér fannst þetta samt ekki fyndið....var farin að hlakka til helgarinnar og keppninnar ég ætla í mál....við EINHVERN.... ...segi svona....það var víst enginn sem lofaði manni fullkomnu lífi
Ef ég er ekki orðin skárri eftir 2-3 vikur á ég að koma aftur og þá verður litið á þetta aftur og gerðar frekari rannsóknir.
Eftir 6 klukkustunda bið og rannsóknir, var dýrinu sleppt út....laus bæði úr kraganum sem hélt að myndi drepa mig á undan smávægilegum verkjum í hálsi og prísundinni á slysó....úff...þetta er ekki fyrir heilbrigðan mann að bíða þarna!
Líðan í dag er þannig að ég get ekki lyft höndunum upp fyrir axlar hæð, höfuðverkurinn er enn sár, svimar og stirð í hálsinum. Þarf að skundast með bílinn í tjónaskoðun samt.... Þetta er bara spurning um að hitta á miðju akreinina (maður á ekki að gera grín að þessu...en maður endar á geðdeild ef maður gerir það ekki)
Takk fyrir góðir hálsar.....
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
32 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Athugasemdir
"Takk fyrir góðir hálsar"...
Það var ánægjulegt að heyra að það skildi ekki fara verr
Gunnar Helgi Eysteinsson, 25.9.2007 kl. 12:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.