. - Hausmynd

.

Sekúndur óskast, fundarlaunum heitið!

Það er ótrúlegt hvað maður verður "black out" þegar maður lendir í hremmingum. Ég hef verið að rifja upp þetta slys en það er sama hvað ég kafa, þá vantar einhverjar sekúndur sem ég man akkúrat ekki NEITT. Man skyndilega eftir einhverju "skrímsli" í baksýnisspeglinum. Þá var bíllinn kominn svo nálægt að ég sá angistarsvip farþegans en ökumaðurinn sá mig aldrei. (það útskýrir afhverju það voru engin bremsuför áður en hún keyrði á mig) Ég man eftir hljóðinu þegar járnaruslið brotnar saman og högginu,  En mig vantar algjörlega tímann frá því ég heyrði og fann höggið á bílnum þar til ég er að reyna að hífa mig upp í sætinu. Við seinna höggið hafði ég runnið undir beltið og undir stýrið og þurfti að hífa mig upp til að geta sest almennilega í sætið. Ég man því næst eftir að konan í fremri bílnum reif upp hurðina til að athuga ástandið á mér (sem var ekki gott því ég var í gjörsamlegu áfalli) Hún reyndi að hughreysta mig og hljóp svo að bílnum fyrir aftan til að taka púlsinn á þeim farþegum. Þessi tími er allur í rugli og sama hvað ég reyni að púsla þessu, þá næ ég ekki nógu heildstæðu samhengi. Kannski kemur það með tímanum en mér finnst það samt enn mjög vont að reyna að rifja þetta upp.......sálarlega séð. Blush

Það er ekki vegna þess að ég lenti í þessu óhappi, heldur er það vegna þess að ég er svo undirlögð af kvölum að eitt og eitt tár þröngvar sér fram þegar þess er síst óskað. Mér er flökurt mörgum sinnum á dag og með svima og dúndrandi höfuðverk sem er kominn í það að vera með stöðuga "ýlu" í höfðinu. Verkjalyfin duga fremur skammt en eru skárri en ekkert. Sick

Ég þurfti að læra það með "the hard way" afhverju mér verður svona flökurt. Ég fór "sæmileg" út í búð að redda mjólk og nauðsynjum og þegar ég var að setja upp á færibandið þurfti ég að beygja mig ofan í körfuna og taka þessa "þungu" hluti upp og setja á færibandið þá byrjaði ógleðin enn einu sinni að gera vart við sig og þá áttað ég mig á því að ógleðin kemur þegar ég er komin yfir sársaukaþröskuldinn og þá tekur líkaminn við og þá verður mér flökurt. Auðvitað er það ekki í boði að hætta við í miðju kafi, það eina sem ég gat/get gert er að hóta tárunum lögsókn ef þau svo mikið sem VOGA sér að láta sjá sig! GetLost

Ég fór annars á fundinn á Grand Hótel í gær. Mjög góður fundur og ég var ofsalega ánægð að við Stefán fórum en þegar ég var komin á staðinn var flökurleikinn í hámarki. Fékk mér kók að drekka og lagaðist þegar ég settist niður. Undir lokin á fundinum var ég orðin viðþolslaus af verkjum og fann að ég var um það bil að fá ógleðina aftur svo ég var voða fegin þegar fundinum lauk, dreif mig út og ók eins hratt og ég mátti (samkvæmt lögum) heim og gúffaði í mig verkjalyfjum sem höfðu ekki áhrif nema í klukku stund eða svo Frown

Annars fór ég með Yarisinn minn í tjónaskoðun í gær. Þeir gerðu hann sæmilega ökuhæfan, rifu undan honum þau stykki sem voru brotin eða illa löskuð. Náðu að laga hlerann svo ég gæti lokað honum, réttu stuðarann svo hann liti betur út og náðu að festa hann aftur (bæði fram og aftur stuðarann) Hann kíkti undir bílinn og opnaði svo skottlokið og kíkti undir plötuna þar og hristi svo hausinn og sagði: "úff, þú hefur aldeilis fengið flengingu". Ó já, það fór sko EKKI framhjá mér heldur GetLost Svo nú er Yaran mín orðin "fjarska falleg" Tounge og kemur í ljós á þriðjudaginn hvort hún er grindarskökk eða hvort það hafi sloppið og hvort tryggingarnar borgi bílinn út eða hvort það borgi sig að gera við þetta. Ég persónulega hefði bara vilja fá hann greiddan út og málið er dautt. Shocking

Ég var ákveðin í því í gærkvöldi að grafa holu og fara ofan í hana og koma ekki aftur upp fyrr en allt væri yfirstaðið! Ég þoli ekki einn dag í viðbót með svo miklum verkjum að mig bæði svimar og er óglatt í senn.......

Góðir hálsar.....ekki oft sem ég öfunda aðra, hef haft það að reglu að samgleðjast með öðrum frekar en að öfunda.....en nú ætla ég að leyfa mér að öfunda ALLA þá sem hafa og eru góðir hálsar Frown


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég get því miður ekki hjálpað þér...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.9.2007 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

32 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband