1.10.2007 | 10:55
undarleg umferðarmenning!
Skrítið hvað margt getur komið manni á óvart. Ég skutlaði Viktoríunni minni í Flensborg og er að fara út af stæðinu þar, lít til beggja hliða en átta mig á því að til hægri er einstefnugata og bara hægt að keyra niður svo það var augljóst að ég þurfti ekkert að hafa áhyggjur af bílaumferð frá hægri svo ég gæti þá bara að bílaumferð frá vinstri og svo þegar það var á hreinu að ég kæmist yfir, þá kemur allt í einu bíll frá hægri! Þessi manneskja ók semsagt gegnt einstefnu, þvert á öll lög og reglugerðir. Mér kross brá, enda hef ekki áhuga á því að lenda aftur í árekstri en konu greyið vissi alveg upp á sig sökina svo hún stoppaði til að hleypa mér yfir.
Því næst var að skunda í ræktina. Já, nenni ekki að drabbast svona niður lengur og ákvað að fara allavega í góða brennslu og aðeins í tækin. Ég fer nýja veginn, Reykjanesbrautina í átt að IKEA og þar framhjá. Ég er rétt komin að fyrstu ljósunum þegar ég sé að það er stífla á brautinni, báðar akreinar uppteknar. Ég hélt að þetta væri bara einhver smá stífla sem myndi leysast fljótt...en raunin varð önnur. Þessi tvöfaldi vegur, annaði ekki umferðinni. Það stoppar alltaf allt á ljósunum. Hvað varð um mislæg gatnamót????? Með eindæmum hvað er ekki hugsað fram í tímann. Þessi vegur sem er leyfilegt að aka á 70 eða 80 á, endaði sem vistgata (max 15km/klst) alla leið inn í Kópavog.
Ég endaði í ræktinni, hrikalega stolt af sjálfri mér fyrir að hafa mætt. Gætti þess bara að taka ekki of stíft á öxlum en aðeins þó, tók þá bara betur á maga og fótaæfingum í staðinn. Ef þetta gengur vel, og ég þarf ekki að bryðja verkjalyf í dag, þá er bara aldrei að vita nema maður fari í blakið á miðvikudaginn Það væri draumur ef ég gæti það. Ætla samt að fara aftur í tækin á miðvikudagsmorgun ef ekkert bakslag kemur og þá tek ég endanlega ákvörðun um blakæfingu á miðvikudaginn.
Ég vaknaði ekki með sáran verk í handlegginn eins og aðra daga svo ég hef trölla trú á því að þetta sé allt að koma
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
32 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Athugasemdir
Umferðamenningin á Íslandi er stórfurðuleg...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.10.2007 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.