. - Hausmynd

.

lækna fóbía dauðans

Ég pantaði mér tíma hjá lækni (gegnt mínum vilja, skrokkurinn heimtaði það!) til að kría fram sjúkranudd eða eitthvað til að gera þessa "slæmu" daga bærilegri. Fékk tíma hratt og örugglega kl 11:30 í morgun. Mætti á slaginu því ég þekki sjálfan mig það vel að ef ég mæti of snemma í svona læknaheimsóknir sem mér finnst á annað borð algjörlega óþarfur og þarf að bíða aðeins of lengi, þá er ég búin að mála skrattann á vegginn og farin að haga mér eins og "kallinn með tjakkinn". Ég sat á biðstofunni í einhverjar 15 mínútur og til að byrja ekki á móðursýkiskasti greip ég mér Séð & heyrt blað til að glugga í. Það var ekkert spennandi í blaðinu sem gat dregið athygli mína að blaðinu, heldur ímyndaði ég mér að mér yrði hent út fyrir móðursýki áður en ég næði að stíga inn fyrir þröskuldinn. Ákveðin í að panta mér tíma hjá sálfræðingi strax!  Shocking Sveitt í lófum og skjálfandi á beinum var ég loks kölluð inn til dokksa. Hlammaði mér í stólinn og hann spurði mig voða vinalega hvað hann gæti gert fyrir mig. Ég svaraði um hæl að það væri bara EKKERT!! ég væri alveg í lagi og mér væri bara svona skyndilega batnað!! W00t

Með æluna í hálsinum þuldi ég hratt og örugglega hvað hafi komið fyrir og ég væri enn að vesenast með einhverja leiðinda verki sem gjósa upp við minnsta tilefni. Hann lítur poll rólegur á mig og spyr hvort ég sé ekki ÖRUGGLEGA að borða Voltarenið sem mér hafi verið gefið fyrir rúmum tveimur vikum. ......Blush....nei...ein með pillufóbíu hér er ekki beinlínis að taka voltarin rapid 3x á dag og hvað þá sterk verkjalyf í þokkabót!! Undecided Ég sagði við hann að mér liði ágætlega og væri farin að stunda ræktina á fullu aftur en það kæmu bara dagur og dagur sem færi gjörsamlega í vaskinn.... Hann bað mig varlega um að vera ekkert að fara í ræktina mikið....vildi bara að ég færi í sjúkraþjálfun til að byrja með. Ég sagði honum að ég YRÐI að fara að komast í blakið mitt....hann bara gæti ekki haldið því frá mér öllu lengur. Jú, ég mátti fara í blakið ef ég væri í einum af þessum "góðu" dögum en bað mig um að fara varlega samt.

Með vottorð í leikfimi fór ég út frá lækninum og loforð um að koma eftir viku aftur. GetLost Assgotans loforð...þau geta komið manni um koll Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband