23.10.2007 | 00:07
Ef ég ætti morfín
væri ég hamingjusöm!
Ég veit ekki hvort þetta eru afleiðingar gærdagsins hvernig mér líður í dag eða hvort þetta er þessi "rússíbani" sem mér var tjáð um að ég færi næsta árið hvað varðar líðan mín.
Ég fór í blakið í gær, gjörsamlega tilbúin í það þar sem ég hafði hlíft mér allan daginn. Laugardagurinn var ekkert sérstakur svo ég átti ekki von á því að geta farið í blakið. Sunnudagurinn var svo bara ágætur þegar upp var staðið og ég var voða brött og skellti mér á æfingu. Var algjörlega í essinu mínu og gleymdi mér á köflum að ég ætlaði að hlífa mér aðeins.
Fór heim ótrúlega sátt við kvöldið og hafði komið sjálfri mér skemmtilega á óvart hvað ég fann lítið til og ég trúði því virkilega að nú væri bara brautin bein uppá við í áttina að bata. Tók samt til öryggis aðeins af bólgueyðandi svona fyrir svefninn EF þetta hafi ekki verið eins sniðugt og mér fannst upphaflega .
Ég fer svo í vinnuna í morgun svona þokkalega hress en svo uppúr kl 10 var ég farin að finna frekar mikið til og kenndi ég því um að ég hafði svikist undan að nota kragann.
kl 12 var ég orðin frá af verkjum svo ég fékk mér "forrétt" í hádeginu, smá kokteil af bólgueyðandi og verkjastillandi og skellti mér svo í mat og svo að mæla upp verkefni sem ég er að vinna að. Kom aftur á stofuna 2 tímum síðar en þá var ég orðin ansi slæm því lyfin höfðu ekkert að segja.
kl 4 skelli ég mér svo að sækja litla skottið og reyndi að bægja verkjunum frá eins og ég frekast gat, skellti mér í heimsókn til vinkonu minnar og sat með henni á spjallinu til hálf sex en þá hringdi minn maður, orðinn svangur og búinn að elda matinn.
Heim fórum við mæðgur í mat, hafði enga lyst sökum verkja en ákvað að fá mér smá og verkjalyfja og bólgueyðandi kokteil í eftirrétt. Ekki leið á löngu þar til mér var orðið svo flökurt af verkjum að ég staulaðist inn í rúm og vonaðist til að enginn þyrfti að nota klósettið lengur en 10 sekúndur í einu
Lá í rúminu til að verða 23:30 og gafst þá upp! Nú langar mig helst að fara ofan í holu og moka yfir og ekki koma upp aftur!!! Ég NEITA staðfastlega að trúa því að þetta sé hreyfingu kvöldsins áður að kenna....bara VIL EKKI TRÚA ÞVÍ. Ætla að ræða við sjúkraþjálfann minn í fyrramálið og taka stöðuna hvort þetta sé þessi rússíbani sem ég á von á næsta árið eða hvort þetta sé blakinu (hreyfingunni) um að kenna. (ef svarið er mér í óhag, neita ég samt)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
96 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Eldri færslur
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Af mbl.is
Innlent
- Saka ráðherra um hvítþvott
- Vita ekki hvar grunaður morðingi heldur sig
- Lögreglan leitar manns vegna rannsóknar
- Eitt ár eftir af leigusamningi braggans
- Brim keypti hótelið á Vopnafirði
- Árásum á fangaverði fer fjölgandi
- Búast má við snörpum vindhviðum
- Klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól
- Herjólfur fær andlitslyftingu
- Ætla sér að laga samkeppnislögin að breyttum aðstæðum í hagkerfinu
- Ætla hvergi að hvika
- Bárðarbunga skelfur
- Stúdentar mótmæla hærri gjöldum
- Hönnun á 26 borgarlínustöðvum
- Birgir áfram settur fangelsismálastjóri
Erlent
- Norska krónprinsessan í veikindaleyfi
- Hattur Melaníu og draugur Epsteins
- Gefið Þjóðverjum það sem þeir eiga skilið en ekki meira
- Grínistar fordæma ritskoðun og styðja Kimmel
- Svipta hulunni af nær aldargamalli ráðgátu
- Sjónvarpsstöðvar verði kannski sviptar leyfi
- Mæðgur fundust látnar í sama húsi
- Segjast ekki ætla sleppa fleiri gíslum
- Gráir fyrir járnum í héraðsdómi
- Tollastefna Trumps farin að bíta minni fyrirtæki
- Ein nyrsta fornleifarannsókn heims
- Ég bara þoli ykkur ekki
- Hægir á framförum í baráttu við langvinna sjúkdóma
- Njósnir, spenna og stjórnarkreppa í Kosovo
- Ósammála um sjálfstæði Palestínu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.