24.10.2007 | 09:54
einn svartur sauður
þetta er greinilega einn af þessum svörtu sauðum í umferðinni sem litar marga aðra saklausa unga ökumenn
Okkur hættir til að setja alla unglinga sem eru ný-komnir með ökuréttindi, og þá sérstaklega drengi, í einn hatt sem nefnist; "varúð, ungur drengur á ferð". Það þarf bara einn svartan sauð til að skemma fyrir öllum hinum.
Mér finnst enn ótrúlegra að þessi ungi drengur hafi fengið að fara heim eftir þessa byltu, ekki út af því að hann slapp ómeiddur heldur vegna þess að mér hefði fundist það eðlilegt að hann fengi að dúsa í fangageymslu allavega eina nótt. Þetta hefði getað endað sem manndráp að gáleysi ef þetta hefði farið illa. Ævilangt ökuréttindabann er kannski nóg fyrir svona gutta....en sama
Lögreglan: Ótrúlegt að ekki skyldi verða stórslys | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
33 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Athugasemdir
en er ekki ævilöng ökuleyfissvipting bara 3 ár? Mér finnst það nú of vægur dómur fyrir svona glæpamann.
ég veit um mann sem var dæmdur fyrir mörgum árum nokkrum sinnum ævilöng ökuleyfissvipting en (að mig minnir) 15 árum seinna gat hann tekið prófið upp á nýtt, en því miður að ævilangar ökuleyfissviptingar stoppuðu ekki þann mann til að keyra edrú eða undir áhrifum próflaus.
Dísa (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 11:20
Fyrir 12 dögum sá ég alveg eins BMW aka á ofsahraða út Grandana og út á Seltjarnarnes á Föstudagssíðdegi . Hann svínaði fram úr bílum á einni akrein og ók næstum því á jeppa sem kom á móti. Ég sá ungan tappa undir stýri, tók niður númerið og lét lögregluna vita. Hugsanlega var um sama vitleysing að ræða og þennan, en auðvitað sækjast margir svona ökuníðingar í að aka kratmiklum BMW bílum. Lögreglumenn hafa sagt mér að ótrúlega margir ökumenn þeirrar tegundar hafi verið sviptir ökuréttindum fyrir ofsaakstur.
Stefán (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 11:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.