3.11.2007 | 12:19
sú eina sanna
ég átti mjög skemmtilegt símtal í vinnunni nú í morgun. Það hringdi maður til að athuga stöðu á sendingu til Suðureyrar. Ég vissi hver maðurinn var, þekkti hann fyrir margt löngu en ég var svosem ekkert að upplýsa það á staðnum. Ég sagði við þennan einstakling (sem ég hef ekki hitt í 11 ár) að ég skyldi hringja í hann til baka um leið og ég finn út hver staðan væri á sendingunni til hans.
Ég finn svo út stöðuna og hringi til baka og kynni mig fullu nafni. Það kom hik og hann spurði aftur: "fyrirgefðu, hvað sagðistu heita?" Ég svara því auðfúslega og vissi að hann hefði kannast við mig á eftirnafninu. Þá spyr hann aftur: "ha...sú eina sanna?!" En það er einmitt heitið mitt hér á blogginu...sú eina sanna. Það er víst engin alnafna hér á landi svo ég er sú eina og sanna.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 260128
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
32 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Athugasemdir
Ég er sko líka hin eina sanna
Eyrún Linnet, 5.11.2007 kl. 11:04
Svakalega er þetta bleik síða hjá þér
takk fyrir bónorðið.
Ekki amalegt að vera ''sú eina sanna''
Jóna Á. Gísladóttir, 5.11.2007 kl. 12:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.