19.11.2007 | 17:09
allt að verða klappað og klárt
.......eða ekki....Er í botnlausri vinnu við að binda lausa enda í vinnunni svo ég geti farið samviskusamlega í burtu...finnst tíminn gjörsamlega þjóta framhjá og ég næ ekki að klára helminginn. Það á að "presentera" verkefnið mitt á meðan ég er í burtu svo það er víst betra að klára það
Í gær átti Fríða frænka afmæli og skelltum við okkur í girnilega veislu um kvöldið. Viktoría var að vinna og Dísin fór á kvöldvöku í félagsmiðstöðinni svo við vorum bara 3 sem fórum í partýið. Eins og venja er, er margt um manninn og hrikalega góðar kökur
Ég er að fá upplýsingar frá "the escort lady" eins og hún sagðist vera í einu sms-i frá sér um hvað sé best að taka með og hvað ekki. Mér var bent á það að ég ætti ekki að taka neitt með...nema sjálfan mig...því við kæmum drekk-hlaðnar til baka...svo þetta er einfalt...ég skelli mér í skó og jakka og út Kaupi kannski harðfisk og eitthvað að maula....ekki getur maður stólað á svona góðar sjoppur eins og hér eru
ekkert nema þurrkaðir gúbbífiskar sem eru seldir sem harðfiskar....oooj...nei takk fyrir
, jú, vissulega eru þetta harðir fiskar þegar upp er staðið....en veistu...held ekki.
Er að setja upp heljarinnar prógramm um hver sækir og sendir börnin á meðan ég er í burtu. Ótrúlegt hvað við mömmurnar erum ómissandi og allt fer í flækju ef við vogum okkur að bregða okkur frá í smá stund En þetta hefst allt þegar maður á góða að.
Bíð eftir frekari skilaboðum/skipunum frá Mother Theresa (The Escort lady)...þangað til ætla ég að vinna...nægur tími að sofa í flugvélinni....
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
249 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Athugasemdir
Var ég búin að segja þér söguna um súkkulaðið og gufusoðna svínablóðið !!!!!!!
The escort lady (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 18:00
jebb...og þess vegna komu þessi gúbbífiskar ekkert á óvart
Helga Linnet, 19.11.2007 kl. 18:11
Hef aldrei fengið gúbbífiska í Kína, en fengum snáka síðast, eftir beiðni Magga og þá var ég nær því að gubba en nokkru sinni áður, en ég lét mig hafa það og át nokkra áðnamaðka.... gubb...
Það er líka Pizza hut og McDonalds í Kína :D
The escort lady (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 18:14
dísess....ég fer að láta banna þig á spjallinu...læt rekja IP töluna
Helga Linnet, 19.11.2007 kl. 18:15
Shjítt ! Hvað gerði ég af mér núna....
Aldrei má maður neitt !!!!!!!!!!!!!!!!!
Hvað með kjúklingafætur, þá á ég við þú veist tærnar, langar þig í svoleiðis í Kína ??
Það réðst einn "fótur" á mig skyndilega í súpu sem ég var að borða !!!!
The escort lady (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 18:17
Það sem stuðaði mig mest á fínum matsölustað í Kína var einn fuglabitanna (kjúklingur eða annar fugl...)... það var djúpsteikt fuglsHÖFUÐ!!!! Hægt að segja að það sé kannski ekki mikið ógeðslegra en svið, en ég fór samt næstum yfirum!!
Eyrún Linnet, 21.11.2007 kl. 08:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.