27.11.2007 | 15:06
lífsreynslan
The First lady (áður Þyrnirós) var að vinna í tölvunni á hótelinu í gær seinnipartinn. Mér leiddist og nennti ekki að kveikja á sjónvarpinu því hér eru 100 kínverskar stöðvar og ef það er ekki kínverska töluð þá er búið að talsetja bíómyndir....já OG glæstar vonir og gott ef ekki er nágranna!!! Ég ákvað að fara út með myndavélina og taka myndir.
Allir Kínverjar eru eins, litlir, grannir, svarthærðir, brúneygðir og frekar ófríðir. Þessa viku sem við höfum verið hér höfum við fengið ómælda athygli. The First Lady fyrir hæðina (er um 180cm) og brjóstastærðina. Ég hef fengið athygli fyrir stærðina og háralitinn . Fannst þetta ætti að vera í lagi svo ég fór út. Var ekki búin að ganga nema fyrir húshornið á hótelinu þegar ég fann að allir þeir sem fóru framhjá gláptu úr sér augun. Lét sem ég sæi ekki neitt og hélt áfram. Gekk framhjá veitingastað og sá þar fólk sem lagðist á gluggann svo ég snéri mér undan og hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist. Mér fannst ég hafa farið full langan radíus frá hótelinu svo ég ákvað að snúa við sömu leið. Ég var rétt búin að snúa mér við þegar bíll flautaði á mig. Mér kross brá svo ég færði mig og lít til hliðar en þá var þetta fullur bíll af Kínverjum sem stoppuðu við hliðina á mér og sögðu eitthvað óskiljanlegt. Ég brosti til þeirra og herti förina en þeir gáfu þá bara í á móti.Mér var ekki farið að standa á sama svo ég ákvað að beygja en þá beygðu þeir líka og héldu áfram að flauta og eitthvað að "spjalla" en ég leit aldrei á þá til baka. Loks gáfust þeir upp og ég var komin að veitingastaðnum og heyri þá einhver köll svo ég lít upp og sé í gluggann á þessum veitingastað að einhver maður hafði hóað í alla sem voru á staðnum að koma út í glugga og kíkja á þessa LJÓSHÆRÐU þarna úti.
Þegar þarna var komið var ég orðin svo skíthrædd að ég var komin með kökkinn í hálsinn. Hálf hljóp restina að hótelinu og flýtti mér inn og hélt á 5.hæðina þar sem The First Lady var með herbergi og bankaði. Enginn svaraði svo ég bankaði fastar en allt kom fyrir ekki. Ég hélt að hún hefði þurft að skjótast frá en ég var ekki með símann svo hún hefð ekki geta haft samband við mig. Ég ákvað þá að fara upp á herbergi sem var á 6. hæðinni og stakk lyklinum í slíðrið en þá virkaði ekki lykillinn. Það hvarflaði að mér að ég væri á vitlausu hóteli og fór að rifja upp í huganum hvort ég hefði ekki farið sömu leið til baka. Jú, eftir mikla ígrundun vissi að ég hafði farið sömu leið til baka og ég væri á réttum stað. Allt í einu mundi ég ekki hvort ég hefði verið á 6. hæðinni eða hún! svo ég ákvað að fara í það númer sem hún var í á þeirri hæð sem ég hélt að ÉG ætti að vera á. Stakk lyklinum þar í slíðrið en ekki virkaði sá lykill svo ég ákvað að banka ofur laust og hlusta eftir hljóði innan úr herberginu. Allt í einu fannst mér ég svo einmanna og varnarlaus þar sem ég vissi ekki nákvæmlega hvar ég var. Ekkert heyrðist svo ég bankaði fastar og þá heyrðist í rödd á bakvið hurðina....sem betur fer ÍSLENSK
Niðurstaðan er sú að ljóskur eiga ekki að vera einar á ferð í Kína
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
33 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Athugasemdir
Kæra bloggvinkona, ég fékk hroll á meðan lestri stóð. Drífðu þig bara heim á klakann kona.
Fjóla (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 08:10
það ku vera stærð DD !!!!
DA (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 19:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.