. - Hausmynd

.

ég myndi líka bíta

ef ég fengi fullt af líflátshótunum upp á hvern einasta dag. Ég tala nú ekki um að ef fólk væri á höttunum á eftir mér sökum þess hversu rík ég væri Shocking

Ég er ekki rík tík svo ég get andað léttar. Annars hef ég talið mig vera mjög ríka hingað til. Ég á jú 3 börn, góðan mann, gott húsnæði sem heldur bæði vatni og vindum frá okkur, eins státa ég mig af góðri heilsu (fyrir utan þennan árekstur þarna um daginn), börnin eru við góða heilsu svo ég tel mig vera afskaplega ríka manneskju. Kissing

Það eru því miður allt of margir sem líta á lífið sem sjálfsagðan hlut, ég geri það ekki því ég hef reynt ýmislegt um ævina og þar með talið alvarleg veikindi.

Jólin eru mér afskaplega erfiður tími. Ég fyllist þunglyndi í stað gleði. Ég hef mig ekki í það að setja jólaseríur eða ljós í gluggana, skreyti helst ekki húsið á einn né annan hátt. Ég veit að þetta er ekki réttlátt gagnvart börnunum svo Stefán minn hefur alveg séð um þessa deild heimilisins. Börnin bíða spennt eftir jólastjörnu í gluggann sinn og að mamman hunskist til að baka fyrir jólin til að fá smá jóla-fílíng. Sama hvað ég reyni, þá er þetta mér svo erfiður tími að mig langar ekki til að vakna þegar jólin eru alveg að banka uppá.

Ástæðan er mjög einföld, of margar slæmar minningar tengdar jólunum sem ekki ná að víkja fyrir þessum ánægjulegu. Frown


mbl.is Rík tík flúði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur

Ég vona samt að þú eigir ánægjulega og fallega jólahátíð fyrir höndum :)

Ég á kærustu sem er svona líka, það er erfitt að reyna að gera jólin hennar frábær þegar þau hafa alla tíð verið ömurleg hjá henni, en ég gefst ekki upp, takk fyrir, þau verða bara frábær hér eftir, og vonandi á endanum það mörg frábær að þau nái að yfirvinna þessi slæmu, og að mín fari svo bara að hlakka til þeirra þegar fram líða stundir :)

Ólafur "Tröllabarn" Georgsson, 5.12.2007 kl. 11:46

2 identicon

eigum við ekki bara að slútta jólunum mamma mín, mér finnst þetta líka bara vesen!

viktoría (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 09:49

3 Smámynd: Helga Linnet

það myndi ég aldrei gera á meðan ég á ykkur að

Helga Linnet, 7.12.2007 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband