. - Hausmynd

.

einbeittur brotavilji og fordæmi barnanna

Ótrúlegt hvað fólk getur leyft sér. Mér finnst persónulega að það ætti að refsa þessum manni með meiru en 5000kr sekt ef hann næst (ég veit ekki hvað er rukkað fyrir að lágmarki). Ekki ætla ég svosem að taka það að mér að dæma mann né annan fyrir eitthvað athæfi, er ekki í þeim geira sjálf og læt sérfræðingana um að vinna sína vinnu.

Annars sá ég mjög athyglivert athæfi í gær. Ég var á leið heim um kl 19 í gærkveldi og kem frá Völlunum í Hafnarfirði og upp á Keflavíkurveginn. Þar er aðrein sem maður stingur sér inná og er að öllu jöfnu mjög auðvelt að komast inná Keflavíkurveginn. Á undan mér er lítil Toyota bifreið sem ég hafði ekkert út á að setja til að byrja með en svo þegar kom að því að stinga sér inná Keflavíkurveginn frá Ásvöllunum. Ég lít að sjálfsögðu í hliðarspegilinn á Patrolnum og sé að það er bíll að koma svo ég vissi það að ég myndi aldrei ná að fara framfyrir hann og þannig inná og ekki bifreiðin á undan heldur svo ég gerði ráð fyrir því að hægja aðeins á mér því ég átti líka von á því að Toyotu ökumaðurinn myndi gera það líka en svo reyndist annað. Gæjinn/gellan skellti sér inná með þeim afleiðingum að bifreiðin sem kom á ágætri siglingu, þurfti að nauðhemla til þess að keyra ekki aftan á bílinn. Þetta fannst mér mjög gróft af manneskjunni en svo ótrúlega vildi til að lukka þessa einstaklings var ekki mikil þetta kvöldið því bíllinn sem viðkomandi svínaði fyrir var engin annar en lögreglan!! og auðvitað fékk ökumaðurinn blá ljós á sig á staðnum, sem reyndar hann hundsaði í töluverðan tíma og var ég sannfærð um að það kæmi til kappakstur á tímabili.

Ökumaður Toyotu bifreiðarinnar gaf sig á endanum og fór út í kannt. Ég ók í hægðum mínum framhjá og brosti yfir því að þarna fengi einstaklingurinn tiltal um hvernig á að hegða sér á aðreinum Police (já, og jafnvel fráreinum, hringtorgum og ljósum...hver veit)


mbl.is Huldi númerið og ók of hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snilld :)

Næst fer maður að heyra af því að þeir geri eitthvað við þá meiraprófsbílstjóra sem svína í veg fyrir mann út úr iðnaðarhverfinu...  as if...  :/

karl (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband