6.12.2007 | 10:44
Samviskusemin
Það er ótrúlegt hvað þessi börn geta verið samviskusöm. Litla skottið mitt hlakkaði gífurlega til þess að fara með rútunni frá leikskólanum og að Bessastöðum til þess að syngja fyrir forsetann Ólaf Ragnar og fylgdarlið. Spenningurinn lá kannski ekki alveg við að syngja fyrir hann, heldur að hitta jólasveinana og ekki síst að drekka kakó og borða piparkökur.
Hún var svo uppveðruð að þessu kvöldið áður að hún væri að fara að hitta jólasveinana að mér fannst alveg kominn tími til að vekja áhugann á að hún væri að fara að hitta forsetann. Ekki fannst henni það svo merkilegur pappír svo ég bað hana um að skila kveðju til forsetans frá mér þegar hún hitti hann. Hún ígrundaði það smá stund og sagði að hún skyldi gera það fyrir mig ef hún myndi eftir því (þetta er barnið sem allt man svo ég hafði ekki miklar áhyggjur af skammtímaminnisleysi þá stundina)
Hún fer óvenju snemma í rúmið og biður pabba sinn um að stilla vekjaraklukkuna sína ef ég skyldi nú sofa yfir mig. Klukkan 7:00 reis krakkinn úr rekkju og vakti alla með harðri hendi því nú væri hún að verða of sein að hitta JÓLASVEINANA. Að sjálfsögðu drattaðist maður frammúr og kom krakkanum "í tæka tíð" á leikskólann (fyrir átta) en gætti þess að minnast ekki á kveðjuna til forsetans frá mér.
Svo sótti ég litla apaskottið á leikskólann og það fyrsta sem hún segir við mig í bílnum var: "því miður ,mamma, þá gat ég ekki skilað kveðjunni til Ólafs Ragnars því ég þurfti að syngja svo mikið fyrir hann og ég varð að vera í röðinni og svo fór hann. Ertu nokkuð mjög sár?"
Hún var samt svo uppveðruð af jólasveinunum og hafði orð á því að einn sveinkinn var á háhæluðum skóm! Hvað er að gerast með jólasveinana? Eru þeir að koma út úr skápnum kannski hver á fætur öðrum?!
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
33 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.